
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins átti að baki annan erilsaman sólarhring, en á tímabilinu fóru slökkviliðin í alls 102 sjúkraflutninga, þar af 29 forgangsflutninga. Samkvæmt slökkviliðinu telst þetta talsvert mikið um helgi, en dagvaktin fór í 59 útköll og næturvaktin í 43.
Dælubílarnir voru einnig kallaðir út fjórum sinnum, en í öllum tilvikum var um minni háttar verkefni að ræða.
Í færslu á Facebook minnir slökkviliðið á mikilvægi öryggis í aðdraganda áramótanna og hvetur almenning eindregið til að nota flugeldagleraugu við meðferð og notkun flugelda. Þau taka fram að fullorðnir þurfi að vera góð fyrirmynd og nota gleraugun sjálfir, ekki eingöngu setja þau á börnin.
„Því miður verða á hverju ári augnskaði á fólki sem eru óafturkræfir,“ segir í færslunni, þar sem slökkviliðið undirstrikar að varfærni í meðferð flugelda sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarleg meiðsl.

Komment