Íþróttafélagið Fylkir hefur ákveðið að fara í mál við Reykjavíkurborg en Morgunblaðið greinir frá þessu.
Málið er sérstaklega áhugavert í ljósi þess að formaður Fylkis er Björn Gíslason en hann er einnig borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem er í minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
„Þetta er átta ára gamalt mál og er eiginlega alveg fáránlegt. Menn eru búnir að fá nóg,“ segir Björn við Morgunblaðið um málið.
Fylkir vill meina að borgin hafi ekki staðið við samning sem gerður var árið 2017 en þá fékk borgin lóðir félagsins við Hraunbæ til að nota í byggja íbúðir í stað þess að fá nýjan knattspyrnuvöll og fé til að klára áhorfendastúku við völlinn. Samkvæmt Birni átti félagið einnig að fá hluta af lóðaverði til að nota í aðra uppbyggingu á aðstöðu félagsins.
Langt er síðan íbúðirnar voru byggðar og seldar en ekki hafur verið gert upp við Fylki. Félagið telur að það eigi inni 260 milljónir króna hjá borginni.


Komment