1
Fólk

Selja eitt skrautlegasta heimili borgarinnar

2
Fólk

„Við vorum bara alltaf að borða afganga og höfðum úr litlu að moða“

3
Landið

Líkur á eldingum og hellidembu

4
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

5
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

6
Heimur

Tekinn fullur á bíl í ljósum logum

7
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

8
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

9
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

10
Heimur

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns

Til baka

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael

Ísraelar hafa drepið yfir 270 palestínska íþróttamenn síðastliðin tvö ár

kki
Gaza er rústir einarSkorað er á KKÍ að leika ekki gegn Ísrael í ágúst
Mynd: Samsett

Félagið Ísland – Palestína skorar á Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) að leika ekki við landslið Ísraels í undankeppni EM karla í ágúst næstkomandi. Leikurinn er samkvæmt mótaskrá KKÍ á dagskrá 28. ágúst 2025.

Í áskorun félagsins er bent á að Palestínumenn hafi kallað eftir alþjóðlegri sniðgöngu gegn Ísrael á sviði íþrótta, viðskipta og menningar til að mótmæla þjóðarmorði og brotum á mannréttindum Palestínumanna. Félagið telur að KKÍ eigi að fylgja fordæmi íþróttahreyfingarinnar sem hafi útilokað Rússa og Belarússa frá mótum vegna árásarinnar á Úkraínu. Í áskorunninni segir meðal annars:

„Ísrael hefur brotið alþjóðalög - Ísrael hefur með framferði sínu brotið lög og samninga um mannréttindi sem gilda í milliríkjasamskiptum og kveðið er á í Stofnsamþykkt Sameinuðu þjóðanna.

- Ísrael hefur hersetið land Palestínumanna í 78 ár.

- Ísrael hefur byggt ólöglegar landtökubyggðir á landi Palestínu og Sýrlands. - Ísrael hefur drepið a.m.k. 60,000 Gazabúa, þar af yfir 20,000 börn í yfirstandandi árás. Þúsundir eru enn grafin undir rústum heimila sinna. Bandarískir læknar sem hafa starfað á Gaza telja að allt að 119,000 Gazabúar hafi fallið og þar af um 67,000 vegna hungurs og vosbúðar. (https://www.gazahealthcareletters.org/usa-letter-oct-2-2024)

- Ísrael ræðst gegn stofnunum SÞ, hindrar starfsemi þeirra, eyðileggur eignir og drepur starfsmenn samtakanna.

- Ísrael eyðileggur sjúkrahús bæði á Gaza og í Líbanon, drepur og handtekur lækna, hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk heilsgæslunnar á Gaza. - Flugskeytaárásir og stórskotalið Ísraelshers hefur eyðilagt rúmlega helming sjúkrahúsa á Gaza, 87% heimila, 88% skóla, 75% allra samgöngumannvirkja og 68% landbúnaðarsvæða á Gaza eru ónothæf.

- Ísrael hindrar aðflutning matar, lyfja, vatns, og annarra nauðþurfta til íbúa Gaza.“

Vísar í alþjóðadómstóla og mannréttindasamtök

Í áskoruninni er vísað til nýlegra niðurstaðna alþjóðlegra dómstóla og mannréttindasamtaka sem hafa lýst hernaði Ísraels sem líklegu þjóðarmorði og ólöglegu hernámi. Þar kemur meðal annars fram að Aljóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hafi gefið út handtökuskipun á hendur forsætisráðherra Ísraels og fyrrum varnarmálaráðherra vegna hungurs sem vopns í hernaði, sem telst glæpur gegn mannúð.

Jafnframt er bent á að íþróttamannvirki á Gaza hafi í stórum stíl verið eyðilögð, yfir 270 palestínskir íþróttamenn drepnir og meirihluti sjúkrahúsa, skóla og heimila á svæðinu lagður í rúst.

Kallar eftir samfélagslegri ábyrgð

Félagið hvetur KKÍ til að sýna samfélagslega ábyrgð í samræmi við lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem leggja áherslu á virðingu fyrir alþjóðlegum mannréttindum.

„Forysta KKÍ stendur frammi fyrir mikilvægri ákvörðun; að leika gegn liði Ísraels og skaða þar með íþróttahreyfinguna með því að sinna ekki ákalli fórnarlamba þjóðarmorðs. Eða að starfa skv. lögum Íþrótta- og Olympíusambands Íslands með því að sýna samfélagslega ábyrgð og virða og efla mannréttindi. ,“ segir að lokum í yfirlýsingu félagsins.

Undir áskorunina skrifar formaður Félagsins Ísland-Palestína, Hjálmtýr Heiðdal.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þrír sendir á spítala eftir slys
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli
Sport

Eltingaleikur Íslands endaði með svekkjandi jafntefli

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum
Heimur

Fyrrverandi forseti FIFA hvetur fólk til að sniðganga HM í Bandaríkjunum

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent
Myndir
Heimur

Óskarsverðlaun klámstjarna afhent

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi
Heimur

Leikari úr The Blind Side í öndunarvél eftir alvarleg veikindi

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram
Pólitík

Siv Friðleifsdóttir ætlar ekki að bjóða sig fram

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru
Heimur

Fleiri smitast af hinni banvænu Nipah-veiru

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns
Heimur

Krefjast lausnar úr haldi ICE svo faðir geti mætt í jarðarför sonar síns

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn
Pólitík

Helga yfirgefur Arion fyrir Miðflokkinn

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið
Myndband
Heimur

Sydney Sweeney hengdi fjölda brjóstahaldara á Hollywood-skiltið

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys
Innlent

Þrír sendir á spítala eftir slys

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks
Innlent

Athafnamaður braust inn í íbúð vegna „arabatónlistar“ og hundakúks

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum
Innlent

Tveir fingralangir hlutu dóm fyrir að stela dýrum verkfærum

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla
Innlent

Dóra leiðréttir misskilning fjölmiðla

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju
Innlent

Séra Bjarni segir Trump vera holdgerving öfgafullrar vestrænnar einstaklingshyggju

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós
Innlent

Lögreglan vakti íslenska Þyrnirós

Loka auglýsingu