1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

4
Innlent

Slys í Laugardalnum

5
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

6
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

7
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

8
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

9
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

10
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Til baka

Felix svarar 10 spurningum

„Fjölskyldur á Íslandi eru mismunandi eins og allsstaðar“

Felix Kynning
Felix á Galapagos eyjum 2010 ásamt risaskjaldböku

Felix Bergsson, landsþekkti leikarinn, söngvarinn, útvarps- og sjónvarpsmaðurinn, og nú rithöfundurinn, er búinn að senda frá sér bók og er orðinn fullur þátttakandi í jólabókaflóðinu, með Ævintýri Freyju og Frikka – Drottningin af Galapagos.

Nú er ansi langt liðið frá því að fyrsta bókin þín, Ævintýrið um Augastein kom út. Hvernig er tilfinningin að vera kominn á kaf í jólabókaflóðið? 

Já, það er rétt, Ævintýrið um Augastein kom út árið 2003 svo árin hafa sannarlega liðið. Mér finnst samt ekki eins og ég hafi farið neitt. Ég er alltaf að reyna að koma einhverju skemmtilegu á framfæri um jólin hvort sem það eru útvarps eða sjónvarpsþættir, leiksýningar eða tónleikar! Ég elska aðdraganda jólanna og hvað allir verða kátir og til í að gleðja sína nánustu. Börnin eru svo spennt og það er svo gaman að hafa eitthvað í handraðanum til að kæta þau. Nú er það þessi ævintýrasaga um Freyju og Frikka og það er bara dásamleg tilfinning.

Vill vekja forvitni barna

Hvernig kviknaði hugmyndin að Freyju og Frikka og þessari ferð þeirra
til Galapagos? Og af hverju valdirðu einmitt Galapagos sem sögusvið – hvað heillaði þig þar? Það er ekki eins og Íslendingar séu þar daglegir gestir.

Mig langaði strax frá byrjun að skrifa klassískar ævintýrasögur fyrir börn, svona svipað og ég las sem barn. Bækur eins og Fimm fræknu eða Dularfullu bækurnar ja eða Frank og Jói, ævintýri þar sem krakkarnir komast á snoðir um eitthvað misjafnt og verða svo sjálf að leysa málin. Að auki vildi ég fara með þau á fjarlæga og spennandi staði sem gætu vakið forvitni lesandans. Ég hef ferðast víða um heim með Baldri mínum og stundum hafa börnin okkar komið með svo það voru hæg heimatökin að byrja á ævintýrastaðnum Galapagos í Suður Ameríku. Þangað fórum við árið 2010. Það er varla hægt að finna meira heillandi sögusvið með öllu því magnaða dýralífi sem þar er, fólki allsstaðar að úr heiminum, siglingu í litlum bátum, sundferðum með risaskjaldbökum og hákörlum og ótrúlegri sögu af lífsbaráttu og dýralífi sem nær margar aldir aftur í tímann. Þetta var eins og að vera með risastóran konfektkassa og fá bara að velja sér nokkra mola! Það var erfitt val! Og þegar sagan var komin til mín þá gekk þetta hratt fyrir sig.

Felix Kynning 3
Felix heldur betur ánægður með fyrsta eintakið af bókinni

Titillinn Drottning af Galapagos – hver eða hvað er „drottningin“ í
þessari sögu, án þess að spilla fyrir lesendum?

Haha! Þarna kom erfið spurning sko! Ég held að hver Drottningin af Galapagos sé verði bara að vera leyndamál sem þeir einir vita sem hafa lesið bókina. Það eina sem ég vil gefa upp er að Drottningin er EKKI manneskja. Nú vona ég að þið séuð orðin spennt!

Felix kynning 4
Felix á fullu í jólabókaflóðinu, hér staddur á bás Drápu á Bókahátíð í Hörpu sem fór fram á dögunumLjósm. Arnþór Birkisson

Var krefjandi að skrifa þessa bók – hver er ferillinn við það að skrifa heila bók? Við kannski spyrjum þar sem hálf þjóðin virðist ganga með bók í maganum.

Mér finnst alltaf mest krefjandi að finna nógu skemmtilegan og spennandi söguþráð. Ég tek mér yfirleitt langan tíma í að búa til beinagrind að sögunni og sjá hana fyrir mér allt til enda. Þegar vel tekst til er það líka mest gefandi! Þegar það er komið er ég yfirleitt frekar fljótur að skrifa sjálfan textann og setja kjöt á beinin. Stundum breytist eitthvað þegar ég er að skrifa en þá fer ég aftur í beinagrindina og bæti því inn þar fyrst til að sjá hvort það eyðileggi annað sem ég var búinn að ákveða. Það er sko mikil vinna að skrifa heila bók! 

Felix kynning 6
Felix ásamt móður sinni Ingibjörgu S. Guðmundsdóttur í útgáfuhófi bókarinnar

Ertu þegar farinn að sjá fyrir þér framhald eða fleiri ævintýri með
Freyju og Frikka?

Já, ég er eiginlega kominn af stað með nýja sögu sem verður æsispennandi og gerist bæði í Norður-Afríku og Fossvoginum. Ég vonast til að koma henni út á næsta ári. Ég hef skrifað fjórar sögur um þessa skemmtilegu tvíbura en bara ein þeirra, Drottningin af Galapagos, er komin á bók, hinar eru á Storytel. Vonandi verða þær líka gefnar út í bók á einhverjum tímapunkti. 

Fjölskylda er bara fjölskylda

Freyja og Frikki eiga tvo pabba – hvers vegna fannst þér mikilvægt að
spegla þessa fjölskyldugerð? Hvernig hafa börn og foreldrar brugðist við þessari framsetningu fjölskyldunnar?

Fjölskyldur á Íslandi eru mismunandi eins og allsstaðar og mig langaði að skrifa um veruleika krakka sem eiga svona fjölskyldu. Þannig er líf margra krakka á Íslandi í dag. Hinsvegar er það ekkert aðalatriði í þessum sögum, athyglin er fyrst og fremst á Freyju og Frikka og ævintýrunum sem þau lenda í. Ég hef ekki fengið nein sérstök viðbrögð á það hvernig fjölskyldan er samansett. Það er frekar að krakkar tali um að pabbi Axel eða pabbi Njörður minni sig á pabba sinn. Það að þeir séu par skiptir þau engu máli. Fjölskylda er bara fjölskylda og stundum er það æðislegt og stundum er það pínlegt. Þannig er bara lífið. 

Felix Kynning 2
Leiðsögumaður útskýrir hvernig skjaldbökurnar verpa eggjum sínum í sandinn á Galapagos eyjum

Finnst þér íslenskar barnabækur vera orðnar opnari fyrir fjölbreytileika í fjölskyldumynstrum? Hvernig geta t.d. barnabókmenntir hjálpað börnum að skilja og samþykkja ólíkar fjölskyldur?

Það er engin spurning að íslenskar barnabókmenntir eru alltaf að spegla það samfélag sem þær spretta upp úr. Nú er mikið verið að ræða málefni sem hafa ekki verið svo mikið upp á borðum áður, t.d. málefni innflytjenda eða málefni hinsegin fólks. Þetta endurspeglast auðvitað sem betur fer í barnabókum nútímans og hjálpar krökkum án efa að skilja betur heiminn í kringum sig. Margar frábærar barnabækur hafa komið út undanfarin ár og þar má finna persónur af öllum stærðum og gerðum. Þetta er mikilvægt fyrir alla og hjálpar okkur að sýna hvert öðru mildi. Við erum ekki öll eins og höfum aldrei verið það.

Hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð

Hvaða skilaboð eða gildi viltu helst að börn taki með sér úr bókinni?

Fyrst og fremst vil ég skemmta þeim. Ég vil vekja forvitni þeirra um að skoða heiminn og kynnast annarri menningu. Ég vil líka fá þau til að hugsa um náttúruna og hvernig við þurfum að vernda hana öll sem eitt. Mig langar líka til að valdefla þau og hvetja þau til að leggja frá sér símann og upplifa heiminn, lesa og skrifa og kannski halda dagbók.

Hvaða viðbrögð frá lesendum hafa komið þér mest á óvart?

Úff, það er erfið spurning. Kannski hefur komið mér mest á óvart hvað þau virðast fíla bókina vel og á Storytel hrönnuðust fimm stjörnu dómarnir inn. Svo er líka svo gaman hvað krakkarnir virðast ekki fá nóg af Frikka og Freyju og hreinlega krefja mig um nýja bók. Það er ægilega skemmtilegt og gefandi að skrifa fyrir slíka lesendur. Ég má líka til með að nefna myndirnar í bókinni. Ég hef unnið með Kára Gunnarssyni að öðrum verkefnum og hann var mitt fyrsta val þegar velja þurfti teiknara fyrir bókina. Og við höfum fengið mjög jákvæðar viðtökur við myndunum.

Ertu farinn að titla þig sem rithöfund? 

Já, auðvitað. Ég nota alla titla sem ég get! Í símaskránni er ég leikari en svo er ég líka ýmislegt annað. Ég hef verið að skrifa í áratugi, aðallega fyrir sjónvarp og leiksvið. Ég er alveg pottþétt rithöfundur líka. 

Felix kynning 5
Kári Gunnarsson teiknaði myndirnar í bókinni
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

NATO ætlar að fjárfesta
Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael
Heimur

Massive Attack og Paul Weller loka fyrir tónlist sína í Ísrael

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi
Innlent

Vitor flutti inn kók frá Þýskalandi

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie
Heimur

Epstein sagður hafa vilja láta drepa Andrew og Fergie

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Kynning

Felix svarar 10 spurningum
Kynning

Felix svarar 10 spurningum

„Fjölskyldur á Íslandi eru mismunandi eins og allsstaðar“
Tilkynning: Nýtt og breytt Mannlíf
Kynning

Tilkynning: Nýtt og breytt Mannlíf

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“
Viðtal
Kynning

„Eins einmanalegt og maður leyfir því að vera“

Værir þú til í sex kassa af nýjum lúxus Dubai-pinnaís?
Kynning

Værir þú til í sex kassa af nýjum lúxus Dubai-pinnaís?

„Næst hittumst við í Moskvu“
Grein

„Næst hittumst við í Moskvu“

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið
Grein

Gunnar Smári finnur fyrir létti en uppgjöri er ólokið

Loka auglýsingu