
Suður-kóreska poppstjarnan Wheesung fannst látinn á heimili sínu í gær og lögreglan er að rannsaka hvort andlát hans tengist eiturlyfjum.
Lík söngvarans fannst í íbúð hans í gærkvöldi af slökkviliðsmönnum eftir að hann fór í hjartastopp samkvæmt New York Times. Í frásögn blaðsins segir að Wheesung, sem hét réttu nafni Choi Whee-sung, hafi reglulega neytt eiturlyfja og að rannsóknarlögreglumenn frá lögreglustöðinni í Gwangjin í Seoul séu að skoða möguleikann á að slíkt hafi leitt til andláts hans.
Wheesung hóf tónlistarferil sinn árið 2002 með útgáfu hinnar vinsælu plötu Like a Movie, sem hlaut nokkur verðlaun það ár. Hann hélt áfram að gefa út plötur og samdi einnig lög fyrir sumar af stærstu hljómsveitum Suður-Kóreu, þar á meðal Twice og Super Junior. Hann fékk einnig í kjölfarið hlutverk í söngleikjum, þar sem hann lék meðal annars Zorro og Elvis Presley.
Ferill hans tók slæma stefnu árið 2021 eftir að hann var dæmdur fyrir kaupa svæingarlyfi sem inniheldur Propofol á svörtum markaði. Wheesung fékk eins árs skilorðsbundinn fangelsisdóm og var einnig gert að greiða sekt upp á fimm og hálfa milljóna króna og fara í fíknimeðferð.
Wheesung var 43 ára gamall þegar hann lést.
Komment