
Nokkrum kylfingum brá heldur betur í gær þegar flugvél neyddist til að nauðlenda örfáum metrum frá því sem þeir voru að spila og náðist myndband af atvikinu.
Atvikið átti sér stað um klukkan 13:00 á hinum goðsagnakennda Riviera golfvelli í Los Angeles. Flugvél, sem hafði tilkynnt um vélavandamál, neyddist til að lenda á einni braut vallarins. Í myndbandinu sést vélin skoppa á og renna eftir grasinu áður en hún stöðvar við sandgryfju á vellinum.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Los Angeles voru þrír um borð í vélinni þegar þetta gerðist en enginn slasaðist í nauðlendingunni.
Vélin átti upphaflega að lenda á Santa Monica flugvelli, sem er um það bil tíu kílómetra frá golfvellinum, en beygði út af leið vegna vélarvandamála.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem flugvél lendir óvænt á golfvelli í Los Angeles. Í desember 2024 hrapaði vél niður á Victoria golfvellinum en líkt og í atvikinu í gær sluppu allir um borð ómeiddir.
This happened at Riv today. I pray I’m never this late for a tee time, but I do pray for the means to pull up this way if I was 😂 pic.twitter.com/00RzIdMrb8
— Roger Steele (@RogerSteeleJr) May 2, 2025
Komment