
Undanfarið hefur fjölmiðilinn Heimildin fjallað um ítarlega um leigubílamál á Keflavíkurflugvelli en óhætt er að segja að um hitamál sé að ræða. Ásakanir ganga fram og til baka milli leigubílstjóra og hafa menn verið sakaðir um kynþáttafordóma, áreiti og óheiðarleika. Þá hafa sumir leigubílstjórar verið mjög ósáttir við framkomu ISAVIA.
Í nýjasta blaði Heimildarinnar er greint frá því að leigubílstjórinn Friðrik Einarsson, sem gengur undir nafninu „Taxý Hönter“ á samfélagsmiðlum, hafi verið bannaður frá flugvellinum meðal annars fyrir áreita starfsfólk vallarins. Friðrik heldur því fram að hann hafi verið bannaður vegna lyga um kynþáttafordóma.
„Maður sér orðræðuna á samfélagsmiðlum og fólk sem tekur öllu sem hann [Friðrik] segir sem heilögum sannleik. En hann hefur ekki góðan skilning á hvernig ábyrgð og svoleiðis liggur inni hjá Isavia og Samgöngustofu,“ segir Unnar Örn Ólafsson, viðskiptastjóri samgöngu- og fasteignatekna á Keflavíkurflugvelli. Hann nefnir einnig að Friðrik hafi ítrekað áreitt samstarfskonu sína á flugvellinum sem tengist málum Friðriks á engan hátt.
„Þegar ég tók við þessu þá fannst mér allavega skárra að hann væri með rétta manneskju sem væri eitthvað í þessum málum. Því hún hefur ekkert verið að sinna þessu. Það eru umsóknir sem hún hefur verið að samþykkja. Annars sér hún ekkert um þetta.“
Komment