Ísgerðin Kjörís í Hveragerði hagnaðist um 10,7 milljónir króna á árinu 2024 en fyrirtækið er í eigu jafnri eigu systkinanna Aldísar, Guðrúnar, Sigurbjargar og Valdimars Hafsteinsbarna en Guðrún er formaður Sjálfstæðisflokksins og Valdimar er framkvæmdastjóri félagsins
Fyrirtækið tapaði 41,5 milljóna króna á árinu 2023.
„Ágætur viðsnúningur hefur orðið í rekstri Kjöríss á liðnu ári og hefur náðst að snúa tapi í hagnað,“ segir stjórn félagsins í skýrslu sinni. „Rekstur ísverksmiðju er ávallt að nokkru háður veðri sem var ekki hagstætt, sér í lagi fyrri hluta árs. En með vörunýjungum og öðruvísi markaðsnálgun glæddist salan verulega á síðari hluta ársins.“
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.
Komment