Jade Arianna Gentile er nafn sem sumir knattspyrnuaðdáendur á Íslandi ættu að kannast við en hún spilaði með Aftureldingu árin 2021 og 2022, meðal annars í Bestu deildinni.
Hún yfirgaf Aftureldingu á miðju tímabili árið 2022 til að ganga til liðs við fjölbragðaglímufyrirtækið WWE, sem er stærsta sinnar tegundar í heiminum. Síðan þá hefur hún notast við nafnið Jazmyn Nyx en í gær tilkynnti hún að hún hefði ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við WWE en þar var hún hluti af liðinu The Fatal Influence.
Gentile gaf til kynna í myndbandi á samfélagsmiðlum að hún muni ekki glíma meira á ævinni og muni leita annarra atvinnutækifæra. Aðdáendur WWE virðast vera á einu máli að hún hafi náð ótrúlega langt á stuttum tíma en sennilega sé best fyrir hana að skipta um atvinnu hafi hún ekki ástríðuna til að komast alla leið á toppinn.
Komment