1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

3
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

4
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

5
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

6
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

7
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

8
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

9
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

10
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Til baka

Fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Skammist ykkar og biðjist afsökunar!“

Stór orð og harðar deilur á Alþingi.

Kristrún Frostadóttir Guðrún Hafsteinsdóttir
Rifust á þingiAndrúmsloftið er þungt á Alþingi.
Mynd: Samsett

Stór orð og harðar deilur á Alþingi.

Formaður Sjálf­stæðis­flokksins, Guðrún Haf­steins­dótt­ir, og Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra skiptust á nokkrum vel völdum orðum í þinginu í dag.

Sagði Guðrún að lýðræði sner­ist fyrst og fremst um að minni­hlut­inn fái að hafa áhrif og sakaði hún rík­is­stjórn­ina um þögg­un­ar­til­b­urði en undir það tók Kristrún svo sannarlega ekki. Hún sagði hreint út að það virki ekki einfaldlega þannig að stjórn­ar­and­stöðuflokk­arn­ir fái að ákveða hvar lín­an ligg­ur hverju sinni eða yfirhöfuð.

Alþingishús og Dómkirkja, gróður í forgrunni

Þungt var yfir þinginu og ansi hart haf­ur verið tek­ist á eft­ir að Kristrún flutti yf­ir­lýs­ingu í upp­hafi þing­fund­ar. Hún hélt því fram á fundinum að það ástand sem upp er komið á þing­inu væri algjörlega for­dæma­laust; að fram­ferði minni­hlut­ans ætti sér ekki nokkra hliðstæðu í ís­lenskri stjórn­mála­sögu.

Kristrún gagn­rýndi harðlega framferði stjórn­ar­and­stöðuna., Sérstaklega fyr­ir málþóf vegna veiðigjalda­frum­varps­ins og sagði hún stöðuna afar al­var­lega fyr­ir lýðræði og stjórn­skip­un Íslands: Að með fram­ferði sínu væri minni­hlut­inn ekki að viður­kenna meiri­hlutaræðið á Alþingi.

Í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar var ljóst að leiðtog­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru afar ósátt­ir við að Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, sem er þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks og einnig fimmti vara­for­seti Alþing­is, hafi slitið þing­fundi í gær­kvöldi án sam­ráðs við for­seta þings­ins.

Hildur Sverrisdóttir
Hildur SverrisdóttirÞingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins ákvað að slíta þingfundi í gærkvöldi án samráðs við meirihlutann.
Mynd: Golli

Guðrún sagði að lýðræði snú­ist ekki einungis um að meiri­hlut­inn ráði:

„Lýðræði snýst líka um að minni­hlut­inn fái að tjá sig og minni­hlut­inn fái að hafa áhrif á Alþingi. Alþingi Íslend­inga bygg­ir á þeirri hugs­un, enda hafa full­trú­ar í meiri- og minni­hluta al­veg jafnt lýðræðis­legt umboð.“

Og hún tók und­ir með forsætisráðherra að for­dæma­laust ástand hafi skap­ast á Alþing­i, en það segir hún skrif­ast alfarið á rík­is­stjórn henn­ar:

„Það er þannig að alla tíð, í öll­um þeim erfiðu mál­um sem Alþingi hef­ur tek­ist á við í gegn­um tíðina, þá hafa þing­menn sýnt þroska, virðingu og skiln­ing á því að þingið á að vera vett­vang­ur umræðu en ekki þögg­un­ar. Hingað til hef­ur meiri­hlut­inn stutt við þá hefð að leita sátta og samn­inga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlut­an­um allt þar til rík­is­stjórn Kristrún­ar Frosta­dótt­ur tók við,“ sagði Guðrún, sem að lok­um beindi orðum sín­um til for­seta þings­ins: Spurði af hverju hafi ekki verið upp­lýst um lengd þing­fund­ar í gær.

Kristrún svaraði Guðrúnu full­um hálsi og sagði að henni þætti það „ótrú­legt að formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins komi hér inn og lýsi því yfir að það sé eðli­legt, það sem gerðist hér í gær­kvöldi af hálfu þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins af því að ein­hverj­ir hafi ekki verið upp­lýst­ir um stöðu mála,“ sagði Kristrún og bætti við:

„All­ir sem þekkja til þingstarfa vita að vara­for­set­ar slíta ekki fundi nema eft­ir sam­tal við for­seta“ og þykir Kristrúnu þetta vera al­var­lega „yf­ir­lýs­ingu frá for­manni flokks sem hef­ur í gegn­um tíðina talið sig vera ábyrg­an stjórn­tæk­an flokk sem hægt er að treysta á lýðræðis­leg­um grunni.“

Stjornarradshus1

Sagði forsætisráðherra einnig að „að stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður stæðu ekki yfir“ og benti á að hlutirnir virki ekki alltaf eins og fólk haldi að þeir geri eða vilji. „Það virk­ar ekki þannig eft­ir að ný rík­is­stjórn tek­ur til valda að fólk sest niður og for­menn Sjálf­stæðis­flokks, for­menn Miðflokks og for­menn Fram­sókn­ar­flokks ákveða hvar lín­an er dreg­in og segja: Hingað en ekki lengra. Það sem hæst­virt­ur þingmaður er að verða vitni að er rík­is­stjórn sem treyst­ir sér til að stýra land­inu, treyst­ir sér til að virða lýðræðis­legt umboð og veit sann­ar­lega hvar lín­an ligg­ur,“ sagði Kristrún og bætti við. „Sú lína er ekki dreg­in af for­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins.“

Ásmundur Friðriksson
Ásmundur FriðrikssonFyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist atyrða flokkssystkini sín harkalega.
Mynd: Alþingi

Ástandið í þinginu hefur verið mikið til umræðu að undanförnu og mörg stór orð hafa verið látin falla, sérstaklega þegar kemur að hinu umdeilda veiðileyfisgjaldi.

Einn fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, sem var þingmaður Suðurkjördæmis á árunum 2013 til 2024 og 4. varaforseti Alþingis árin 2023 til 2024, er langt í frá ánægður með stöðu mála á sínum gamla vinnustað.

Ásmundur hafði ekki hugsað sér að blanda sér í deilurnar á Alþingi, en deilir frétt um að Bryndís Haraldsdóttir þingkona segir Hildi Sverrisdóttur hafa fylgt vinnureglum þegar hún sleit þingi.

„Ég ætlaði ekki að hafa opinbera skoðun á þingstörfunum eftir að ég hætti á þingi“ segir Ásmundur og nefnir að fréttir og umræður síðustu daga „ná engri átt og niðurlæging þingsins nær nýjum hæðum“. Ásmundur stígur fast niður fæti. „Skammist ykkar og biðjist afsökunar,“ segir hann.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Fjölskyldumeðlimir, vinir og íbúar á staðnum tóku þátt í leitinni
Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni
Myndband
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu