1
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

2
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

3
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

4
Innlent

Veðurhorfur næstu daga

5
Innlent

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“

6
Innlent

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt

Til baka

Fyrsta lýsisgerðarhola víkingaaldar mögulega fundin á Íslandi

Tíunda sumarið í uppgreftri á Stöð hefst brátt.

Stöð
Stöð í Stöðvarfirði.Frá uppgreftrinum í fyrra sumar.
Mynd: Facebook

Uppgröftur að Stöð í Stöðvarfirði heldur áfram í sumar og markar það tíunda sumarið í röð sem rannsóknir fara þar fram. Í fyrra fannst þar nytjahola frá víkingaöld sem hefur vakið mikla athygli en holan var hellulögð á öllum hliðum, sem er einstakt á Íslandi. Þekkt er frá nágrannalöndum að slík mannvirki hafi verið notuð til lýsisgerðar og gefur þetta fundinum nýja vídd.

Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur, sem leiðir uppgröftinn, hefur lengi haldið því fram að Stöð hafi verið útstöð þar sem fólk, líklega frá Noregi, hafi dvalið um tíma til að vinna auðlindir staðarins. Í því ljósi sé ekki ólíklegt að lýsisgerð hafi verið stunduð þar yfir veturinn.

Þó að eintaka stærri fundir hafi verið fáir síðasta sumar, var áfram unnið að því að skýra heildarmynd af samfélaginu á staðnum. Þungamiðja rannsókna eru tveir skálar, eða hús, sem liggja hvor ofan á öðrum. Efri skálinn er frá landnámsöld en sá neðri frá tíma fyrir eiginlegt landnám. Enn neðar í jarðlögunum eru vísbendingar um enn eldri byggðaleifar.

Síðastliðið sumar var stærri skálinn nær fullrannsakaður og einnig voru opnaðar rústir húss norðaustan við hann. Þar fundust óvenju margar steinskífur, sem benda til vinnslu, auk blástursjárns sem gefur til kynna járnvinnu, það fyrsta slíka á svæðinu. Áætlað er að kanna það nánar í sumar.

Þá var flogið yfir svæðið með flygildi sem tekur þrívíddarmyndir og haldið áfram að leita að nausti sem gæti hafa hýst skip útstöðvarfólksins. Þó það hafi ekki fundist enn, hafa komið fram áhugaverð svæði, sérstaklega austan við skálana, sem verða tekin til skoðunar í sumar.

Austurfrétt fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Tveir fluttir á bráðamóttökuna
Innlent

Tveir fluttir á bráðamóttökuna

Tvær bifreiðar skullu saman
Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu
Peningar

Fyrsti veitingastaður Íslands með sólarhrings gervigreindarþjónustu

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki
Innlent

Brennandi bifreið við matvöruverslun fannst ekki

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“
Innlent

„Við Íslendingar viljum sterkt og opinbert heilbrigðiskerfi“

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“
Innlent

„Erum hreinlega í skýjunum eftir þessar frábæru fréttir“

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt
Innlent

Flestir til fyrirmyndar á Menningarnótt

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“
Innlent

„Samfélagið hafði ekki efni á fjölfötluðu barni“

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Myndband náðist af glæfralegum akstri túrista á Suðurlandi
Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru
Landið

Gunnar getur ekki hætt að hugsa um stúlkuna sem lést í Reynisfjöru

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður
Landið

Dúfnadauðinn í Eyjum enn óútskýrður

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu
Landið

Grunuðum afbrotamönnum sparkað til Albaníu

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi
Landið

Yfirlögregluþjónn hefur ekki trú á að hörmungarmyndbönd úr Reynisfjöru hjálpi

Maður féll í Vestari-Jökulsá
Landið

Maður féll í Vestari-Jökulsá

Loka auglýsingu