
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur lýst yfir vilja sínum til að hitta Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í Tyrklandi næstkomandi fimmtudag. Ef fundurinn verður að veruleika verður það í fyrsta sinn sem þeir mætast augliti til auglitis síðan Rússar hófu innrás í Úkraínu.
„Það er engin ástæða til að halda áfram blóðsúthellingum. Ég mun bíða eftir Pútín í Tyrklandi á fimmtudag. Persónulega,“ skrifaði Zelensky á samfélagsmiðlinum X.
Fyrr sama dag hvatti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Úkraínumenn til að samþykkja tilboð Pútíns um beina friðarviðræðu í Tyrklandi sem lagt var fram í nótt.
Á dögunum höfðu þjóðarleiðtogar vestrænna ríkja kallað eftir 30 daga vopnahléi án skilyrða. Fjórir leiðtogar svonefndra „viljugu þjóða“ heimsóttu Zelensky í Kænugarði fyrr í vikunni og hvöttu jafnframt Rússa til að samþykkja vopnahlé.
Komment