
Rannsókn stendur yfir á andláti áttræðs karlmanns í Garðabænum á föstudaginn en samkvæmt Vísi fékk hann hjartaáfall og er rannsakað hvort dóttir hans hafi átt þátt í andláti hans. Ekki liggur þó fyrir staðfest dánarorsök.
Maðurinn mun hafa verið fluttur á Landspítalann á föstudaginn þar sem hann lést síðar. Dóttir hans var handtekin og situr nú í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði en hún 28 ára gömul. Gæsluvarðhald hennar lýkur á morgun verði það ekki framlengt.
Vísir greinir frá því að samskipti hennar við foreldri sína hafi árum saman verið neikvæð og jafnvel beitt þau andlegu og líkamlegu ofbeldi en hún er sögð vera mjög háð foreldrum sínum og býr á heimili þeirra. Ekki er grunur að vopnum hafi verið beitt eða fíkniefni hafi komið við sögu.
Lögreglan vill ekki tjá sig um rannsókn málsins meira en gert var í yfirlýsingu sem var gefin út um helgina og segir að hún sé á viðkvæmu stigi.
Komment