Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er greint frá því að óskað hafi verið aðstoðar lögreglu vegna hnupls úr verslun í miðbæ Reykjavíkur.
Ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna og önnur brot. Sá reyndi að hlaupa undan lögreglumönnum, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var vistaður í fangageymslu.
Aðili var kærður fyrir skjalafals í Hafnarfirði, en sá var með röng skráningarmerki á bifreið sinni.
Nokkrir voru handteknir vegna þess að þeir voru fullir eða skakkir að keyra í Kópavogi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment