1
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

2
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

3
Innlent

Einn maður á bráðamóttöku eftir eldsvoða í Hólahverfi

4
Pólitík

„Sjálfstæðismenn hafa sig nú að fíflum dag eftir dag í pontunni“

5
Heimur

Vítisenglar syrgja fallinn félaga

6
Heimur

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv

7
Innlent

Starfsmaður verslunar sleginn

8
Sport

Glímugoðsögnin Sabu látin, aðeins þremur vikum eftir kveðjuglímuna

9
Heimur

Þýddi grein eftirlifanda Helfararinnar sem styður Palestínu

10
Heimur

Ísrael varar við einhliða viðurkenningu á Palestínu - Boðar eigin aðgerðir

Til baka

Glímugoðsögnin Sabu látin, aðeins þremur vikum eftir kveðjuglímuna

Kærastan lést vegna fylgikvilla vegna COVID-19.

Sabu
SabuGlímukappinn lést nokkrum vikum eftir lokaglímu sína.

Glímumaðurinn Sabu, sannkölluð goðsögn í heimi atvinnuglímunnar, er látinn, aðeins þremur vikum eftir að hann tók þátt í sinni síðustu glímu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá glímuteyminu All Elite Wrestling (AEW), þar sem þakklæti er lýst fyrir „ógleymanlegar háhættu sýningar“ og segir að hann hafi gefið allt sem hann átti fyrir glímuna.

AEW vottaði fjölskyldu og vinum hans samúð sína, en ekki hefur verið tilkynnt um dánarorsök.

Sabu, sem hét réttu nafni Terry Brunk, hóf glímuferil sinn á miðjum níunda áratugnum, aðeins rúmlega tvítugur. Hann lærði glímu hjá frænda sínum, Edward „The Sheik“ Farhat, og fékk sitt stóra tækifæri árið 1991 í Frontier Martial-Arts Wrestling. Þar hlaut hann ör á handleggjum og bol sem urðu fljótt hluti af ímynd hans.

Upphaflega töldu sumir örin vera sjálfssköpuð, en félagar hans í glímunni höfnuðu því og sögðu þau vera afleiðing harðvítugra bardaga.

Á ferli sínum kom Sabu fram í Extreme Championship Wrestling (ECW), World Championship Wrestling (WCW) og síðar WWE á árunum 2006 til 2007.

Hann glímdi þó enn af og til undir það síðasta, og síðasta viðureign hans fór fram þann 18. apríl á þessu ári, aðeins nokkrum vikum fyrir andlátið.

Á árunum 2010 til 2021 var Sabu í sambandi við glímukonuna Melissu Coates, sem lést af völdum fylgikvilla vegna COVID-19 árið 2021, 52 ára að aldri.

Sabu var 60 ára.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lögreglan, ljós
Innlent

Tvær konur handteknar vegna heimilisofbeldis

Lalli Johns
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

Putin and Zelensky
Heimur

Fyrsti fundur Zelenskys og Pútíns í augsýn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

497446671_10161717003568590_6171254970339352924_n
Heimur

Þýddi grein eftirlifanda Helfararinnar sem styður Palestínu

AFP__20250511__469873K__v1__HighRes__IsraelGermanyDiplomacy
Heimur

Ísrael varar við einhliða viðurkenningu á Palestínu - Boðar eigin aðgerðir

Screenshot 2025-05-11 095009
Heimur

Vítisenglar syrgja fallinn félaga

AFP__20250510__468E67F__v2__HighRes__TopshotIsraelPalestinianConflictDemonstrationHo
Heimur

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv