1
Pólitík

Lilja Rafney missir sæti sitt

2
Peningar

Penninn Eymundsson skellir í lás

3
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

4
Innlent

Verðmætum stolið úr bíl Björns

5
Minning

Guðmundur Andri minnist látins bekkjarbróður

6
Innlent

Tvö börn hafa kært Írisi „eltihrelli“

7
Heimur

„Rusldrottning“ Svíþjóðar gæti fengið sex ára dóm

8
Landið

Séra Karen fer heim á Snæfellsnes

9
Minning

Vilhjálmur Rafnsson er fallinn frá

10
Pólitík

Bráðamóttakan stækkuð til muna

Til baka

Grétar Matt lét áratuga draum rætast

„Þegar ég las textann, brotnaði ég algerlega saman“

Grétar Matt
Grétar Matt„Þetta var áminning um að draumar rætast ef maður hefur trú á sér“
Mynd: Að

Unbreakable er fyrsta breiðskífa tónlistarmannsins Grétars Lárusar Matthíassonar sem notast við tónlistarnafnið Grétar Matt, þar sem hann dregur saman áratugalanga ástríðu sína fyrir tónlist og inniheldur hún samtals 12 lög sem eru bæði persónulegar og sterkar sögur. Fram kemur í fréttatilkynningu að platan sé afrakstur mikillar vinnu, minninga og krafts. Sum laganna spruttu fram á rólegum sumardögum, önnur úr sársaukafullum minningum.

greddi_halfdan_barret
Rokk og rólUnbreakable er fyrsta breiðskífa Grétars.
Mynd: Aðsend

„Þetta hefur verið draumur í mörg ár,“ segir Grétar sem hefur spilað á gítar frá barnsaldri. Hann var í tónlistarskóla á unglingsárum í Grindavík og færði sig til Reykjavíkur í tveggja ára tónlistarnám hjá FÍH.

Fram kemur í fréttatilkynningunni að hann hafi alla tíð verið að semja gítarriff og melódíur en gaf sér aldrei tíma til að klára þau fyrr en núna. Það var ekki fyrr en í ágúst 2022 þegar eiginkona hans Karen Dögg gaf honum fjóra stúdíó tíma hjá Stúdíó Paradís í afmælisgjöf, sem verkefnið fór af stað fyrir alvöru. Að því er fram kemur í fréttatilkynningunni áttu tímarnir að vera nóg til þess að taka upp eitt heilt lag mögulega en þegar hann vissi af þessum tíma kviknaði í sköpunarkraftinum og áður en hann vissi var hann mættur í stúdíóið með þrjú lög tilbúin og gaf út sína fyrstu smáskífu í febrúar 2023. Það losnaði um eitthvað í sköpunarkraftinum og ný lög fóru að fæðast. „En bara að fá þetta spark í rassinn og vita að ég ætti tíma í hljóðveri opnaði einhverja flóðgátt,“ segir Grétar.

Sögurnar á bak við lögin persónulegar

Á plötunni má finna lög sem endurspegla lífshlaup Grétars bæði áföll og gleðistundir. Platan er fjölbreytt í tónlistarstíl en hefur rokk sem grunnstef.

Lagið‚ barnið mitt fjallar um barnsmissi sem hann fór í gegnum árið 2008 þegar hann missir aðra tvíburadóttir sína, Elsu Björt aðeins viku gamla „Þetta er sorg sem fylgir mér alla tíð,“ segir hann.

Texti lagsins er eftir Kristínu Matthíasdóttur systur Grétars sem samdi textann eftir heilunarstund með honum. „Þegar ég las textann, brotnaði ég algerlega saman,“ segir Grétar. „Það var eins og textinn talaði beint úr mínu hjarta“.

Ennfremur kemur fram í fréttatilkynningunni að titillagið Unbreakable sé tileinkað annarri systur Grétars, Laufeyju sem greindist með blóðkrabbamein árið 2021. Grétar passaði sem stofnfrumugjafi fyrir hana og lagið varð til á hótelherbergi í Svíþjóð í því ferli og var þetta lag samið fyrir hana á meðan á gjafaferlinu stóð, þegar hún barðist við krabbamein. „Hún hafði verið beygð en ekki brotin, því hún er „Unbreakable“. Hún er laus við krabbameinið í dag,“ útskýrir Grétar.

greddi2
Grétar MattPlatan er mjög persónuleg.
Mynd: Aðsend

Lögin Under a Heavy Stone og Life Sets In urðu til á sama tíma og var það á sólríkum degi á pallinum, að því er fram kemur í fréttatilkynningunni. Under a Heavy Stone er ákveðin úrvinnsla úr fortíðinni. Lagið Life Sets In er áminning um hvað lífið er dásamlegt og nefnir hann hvernig gróðurinn er að taka við sér og tjáning á hvernig lífið er að kvikna eftir vetrardvalann, eins og það er orðað í fréttatilkynningunni.

Lagið Welcome to the show fæðist eftir heimsókn og upplifun á rokkhátíð í Belgíu. „Þetta var mögnuð upplifun. Ég kom heim yfir mig peppaður og samdi lagið Welcome to the show sem fangar stemminguna á rokkhátíð. Allir ættu að upplifa slíka orku,“ segir hann.

Lokahnykkurinn á Karolina Fund

Þegar ljóst var að platan væri að taka á sig mynd þurfti Grétar að leita leiða til að fjármagna verkefnið. Hann leitaði í styrki en fékk enga úthlutun. Í stað þess að láta deigan síga ákvað hann að setja af stað söfnun á Karolina Fund, sem fékk mikinn stuðning. „Það var magnað að sjá hversu margir stóðu með mér. Þetta var áminning um að draumar rætast ef maður hefur trú á sér,“ segir Grétar. Hann er óendanlega þakklátur fyrir fólkið sem lögðu verkefninu lið.

Plötuna er hægt að hlusta á hér

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


cocaine kókaín
Heimur

Barbie í lykilhlutverki í fíkniefnaheimi Suður-Ameríku

Flugvallastarfsmaðurinn
Myndband
Heimur

Starfsmenn flugfélags sem hæddust að viðskiptavini sagt upp

Marta Wieczorek
Innlent

Opnað fyrir tilnefningar um „Reykvíking ársins“

Jón Gnarr árið 2025
Fólk

Jón Gnarr át úldinn sviðakjamma

matarvagn páll hafþór
Innlent

„Stolinn“ matarvagn auglýstur til sölu

Karl III
Heimur

Karl konungur pirraðist á minningarathöfn um Sigurdaginn

shutterstock_2462352431
Menning

Nemo fordæmir þátttöku Ísraels í Eurovision og gagnrýnir bann á Pride-fánum