
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda verkefna á síðasta sólarhring, meðal annars vegna þjófnaða, umferðarlagabrota og fíkniefnamála.
Maður og kona voru kærð fyrir þjófnað í raftækjaverslun. Þá voru þrír menn handteknir grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna og einnig tengdir öðru þjófnaðarmáli. Mennirnir voru vistaðir í fangaklefa.
Annar maður var handtekinn grunaður um ölvunarakstur. Þá var ölvaður maður vakinn í anddyri og gert að yfirgefa staðinn.
Einn maður var handtekinn grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og lyfja. Hann er jafnframt grunaður um ólöglega sölu áfengis, peningaþvætti, akstur án rekstrarleyfis vegna skutlstarfsemi og brot á barnaverndarlögum.
Í umferðareftirliti var maður kærður fyrir að aka á 58 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. auk aksturs án ökuréttinda. Annar maður var kærður fyrir að aka bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti. Þá var einn ökumaður kærður fyrir að hafa lögboðin ökuljós ekki í lagi.
Skráningarmerki voru fjarlægð af tveimur bifreiðum sem ekki höfðu verið færðar til lögboðinnar skoðunar, annars vegar endurskoðunar og hins vegar aðalskoðunar.
Að lokum var tilkynnt um þjófnað í verslun, sem er til rannsóknar.

Komment