
Gunnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Sýnar, er í 3542. sæti á Hátekjulista Heimildarinnar sem kom út síðustu viku. Það er neðsta sætið á listanum.
Sá lista miðast ekki við handvalið úrtak, heldur eru tekjuhæstu 1% Íslendinga fundin með ítarlegri leit ritstjórnar. Auk þess tekur hann ekki eingöngu mið af launatekjum heldur einnig fjármagnstekjum, svo sem arðgreiðslum til eigenda fyrirtækja, en oft eru launatekjur lítill hluti raunverulegra tekna.
Gunnar er þar skráður með 33.936.386 kr. í heildartekjur en hann er þekkt nafn úr íslensku viðskiptalífi en hann var í mörg ár forstjóri hjá Opnum Kerfum. Þá er hann einn af stofnendum Endor Iceland en hann starfaði þar fram til ársins 2024 þegar hann tók við starfinu hjá Sýn.
Komment