1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

3
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

4
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

5
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

6
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

7
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

8
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

9
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

10
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Til baka

Gunnar Smári segist ekki vera að stofna nýjan flokk

Segir Sönnu vera forystu Sósíalistaflokksins

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar og fyrrum formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks ÍslandsNeitar því að vera stofna nýjan flokk.
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi leiðtogi Sósíalistaflokksins og núverandi ritstjóri Samstöðvarinnar, segist ekki vera að stofna nýjan stjórnmálaflokk en miklar deilur hafa ríkt í Sósíalistaflokknum undanfarna mánuði og var ný stjórn kjörin í maí.

Nýja stjórnin hefur kært þau Söru Stef Hildardóttur, starfandi gjaldkera Vorstjörnunnar, Védísi Guðjónsdóttur, formann Vorstjörnunnar, og Guðmund Auðunsson, gjaldkera kosningastjórnar flokksins, til lögreglu fyrir efnahagsbrot.

Stjórnin sendi félagsmönnum tölvupóst þar sem fyrrverandi stjórn var sökuð um að ætla tæma sjóði flokksins og reka flokkinn úr húsnæði hans en það er skráð á Vonarstjörnuna, sem er nátengdur Sósíalistaflokknum.

„Nei, en ég held að fólk sem hefur hrakist úr flokknum gæti gert það. Ég er ennþá í flokknum,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Mannlíf um sögusagnir þess efnis að hann væri að fara stofna nýja flokk. Hann segist ekki vera hrifinn af nýrri forystu flokksins.

„Ég myndi ekki kalla þetta fólk sem er í stjórn flokksins, sem smalar inn á aðalfund til að láta kjósa sig í stjórn, forystu flokksins. Ég myndi segja að Sanna væri forysta Sósíalistaflokksins. Ég hef kallað þetta yfirtökulið en þau verða reið yfir því,“ hélt Gunnar Smári áfram. Þá telur hann nýja stjórn ekki endurspegla vilja almennra flokksmanna. „Fólk hugsar að það verði að finna einhverja aðra leið. Ég held að það séu fáir sem vilja vera í stuðningi við framboð Sósíalistaflokksins t.d. í Reykjavík með Sæþór Benjamín og Karl Héðinn í forystu.“

Hann vildi vera mjög skýr þess efnis að hann væri ekki að stofna nýjan flokk, eins og staðan væri í dag.

„Það er ekki verið að stofna nýjan flokk, en ég er ekki að segja að það verði ekki gert,“ sagði Gunnar Smári að lokum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum
Innlent

Hlaut 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir hnefahögg í vinnubúðum

Grzegorz Kozlowski játaði brot sitt skýlaust og viðurkenndi bótaskyldu.
Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar
Heimur

Rússneskir embættismenn óttast netlokanir Kremlar

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu