1
Innlent

Andrés dæmdur fyrir að nauðga barni

2
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

3
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

4
Heimur

Kona lést á vinsælli strönd á Kanarí

5
Innlent

Kerti tendruð við Tjörnina til minningar um unga drengi sem kerfið hefur brugðist

6
Innlent

Umferðarslys í Árbænum

7
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

8
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

9
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

10
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

Til baka

Halldór Blöndal er fallinn frá

Kerti
Mynd: KinoMasterskaya/Shutterstock

Halldór Blöndal er látinn, 87 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt þriðjudags. Frá þessu greinir RÚV.

Halldór Blöndal
Mynd: Alþingi

Halldór átti að baki langan og farsælan feril í stjórnmálum og sat á Alþingi samfellt í nær þrjá áratugi. Hann var fyrst kjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandi eystra árið 1979 og gegndi þingmennsku til ársins 2007.

Halldór fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1938 og ólst upp við Laugaveg. Foreldrar hans voru Kristjana Benediktsdóttir, systir Bjarna Benediktssonar fyrrverandi forsætisráðherra, og Lárus H. Blöndal bókavörður. Hann var einn fimm systkina. Halldór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1959 og stundaði síðar nám í lögfræði og sagnfræði við Háskóla Íslands.

Áður en hann hóf stjórnmálaferil sinn starfaði Halldór meðal annars við hvalveiðar í Hvalfirði í fimmtán vertíðum, þar sem hann vann við hvalskurð. Þá sinnti hann blaðamennsku og kennslu og ritstýrði fjölda tímarita, þar á meðal Gambra, Munni, Vöku, Vesturlandi og Íslendingi. Hann starfaði jafnframt sem blaðamaður á Morgunblaðinu með hléum frá 1961 til 1979 og við endurskoðunarstörf á Akureyri um skeið.

Halldór settist fyrst á Alþingi sem varaþingmaður árið 1971, en var kjörinn þingmaður árið 1979. Hann var þingmaður Norðurlands eystra til ársins 2003 og síðar þingmaður Norðausturkjördæmis eftir breytingar á kjördæmaskipan.

Á ráðherraferli sínum gegndi Halldór embætti landbúnaðar- og samgönguráðherra á árunum 1991 til 1995 og var samgönguráðherra frá 1995 til 1999. Hann var forseti Alþingis á árunum 1999 til 2005.

Halldór kvæntist fyrst Renötu Brynju Kristjánsdóttur árið 1960 og eignuðust þau tvær dætur, Ragnhildi og Stellu, en hjónabandinu lauk síðar. Renata lést árið 1982. Síðar kvæntist hann Kristrúnu Eymundsdóttur og eignuðust þau soninn Pétur. Kristrún lést árið 2018.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Kennsl borin á uppþornað lík á La Palma
Heimur

Kennsl borin á uppþornað lík á La Palma

Veiðimaður fann líkið á mánudag á torförnum stað
Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf
Peningar

Aron úr ClubDub stofnar Legend ehf

Rob opnaði sig um djúpstæðan ótta rétt fyrir morðin
Heimur

Rob opnaði sig um djúpstæðan ótta rétt fyrir morðin

Andrés dæmdur fyrir að nauðga barni
Innlent

Andrés dæmdur fyrir að nauðga barni

Kona lést á vinsælli strönd á Kanarí
Heimur

Kona lést á vinsælli strönd á Kanarí

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin
Peningar

500 fjölskyldur fá matarúttekt fyrir jólin

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm
Innlent

Margrét Löf hlaut 16 ára dóm

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm
Heimur

Skemmtir börnum á Gaza þrátt fyrir persónulegan harm

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu
Heimur

Tíu ára barn drepið í stunguárás unglings nærri Moskvu

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“
Heimur

„Trump, þú ert ógeðslegur, viðurstyggilegur, sjálfhverfur lúser, barn“

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Minning

Halldór Blöndal er fallinn frá
Minning

Halldór Blöndal er fallinn frá

Sigurður Ólafsson er látinn
Minning

Sigurður Ólafsson er látinn

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn
Minning

Eiríkur Stefán Eiríksson er látinn

Áhöfn Húna II minnist Tryggva Ingimarssonar
Minning

Áhöfn Húna II minnist Tryggva Ingimarssonar

Þórir Þorsteinsson er fallinn frá
Minning

Þórir Þorsteinsson er fallinn frá

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin
Minning

Margrét Jóhanna Heinreksdóttir látin

Loka auglýsingu