1
Innlent

Leigubílstjórinn Friðrik styrktur um rúma milljón

2
Sport

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu

3
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

4
Innlent

Slökkviliðið kynnir nýjan krúttlegan starfsmann

5
Innlent

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“

6
Menning

Tóm umslög Emmsjé Gauta

7
Innlent

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér

8
Minning

Helgi Vilberg Hermannsson er fallinn frá

9
Minning

Stefán Kristjánsson er látinn

10
Innlent

Ungur karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrots

Til baka

Hallgrímur minnist móður sinnar

„Um leið og móðurhjartað kólnaði slapp hiti þess út í andrúmið.“

hallgrimur-helgason-600x388-1
Hallgrímur HelgasonRithöfundurinn og listmálarinn kveður móður sína með fallegum hætti.
Mynd: hallgrimurhelgason.com

Hallgrímur Helgason minntist móður sinnar í fallegri Facebook-færslu í gær en jarðarför hennar fór fram í Áskirkju í gær.

Í upphafi minningargreinarinnar, er Hallgrímur ljóðrænn eins og hann á til:

„Öll þráum við að fanga líf móður okkar. En ekki skiljum við æsku hennar því þá vorum við ekki til og ekki heldur miðlíf hennar, því enginn skilur upphaf sitt. Á miðjum aldri byrjum við samt að reyna, þótt lítið gangi. Í elli hennar opnast loks ævisprungur; kvikan blasir við. Úr þeim glömpum reynum við að ráða þá gátu sem móðirin ætíð er.“

Í minningargreininni sem rithöfundurinn ritaði og birtist í Morgunblaðinu í gær, rifjar hann upp ævi móður sinnar með persónulegum og einlægum hætti. Þar lýsir hann æsku hennar norðan heiða á krepputímum, áföllum sem mótuðu hana, lífsviðhorfi hennar og því djúpa umhyggjuhlutverki sem hún gegndi sem móðir.

Margrét fæddist á Akureyri og ólst upp í borgarastétt þar á krepputímum. Hún varð snemma að takast á við missi og veikindi innan fjölskyldu sinnar, en sú reynsla varð til þess að hún tileinkaði sér djúpa samkennd og sterka réttlætiskennd. Hún fór í Fóstruskóla Sumargjafar og síðar í nám við Laugarvatn áður en hún hélt til Danmerkur þar sem hún kynntist framtíðareiginmanni sínum, verkfræðinema úr fátækari stétt.

Hallgrímur ritaði:

„Mamma fæddist í byrjun kreppu norður á Akureyri, dóttir ritsímastjórans þar og húsfreyju hans. Hvergi voru stéttaandstæður jafn miklar og mamma lenti borgaramegin. Átti þó ekki alsæla bernsku. Berklarnir sendu ömmu á Kristneshæli en börn hennar suður í vist hjá ættingjum. Þegar fjölskyldan sameinaðist á ný mátti hún ekki faðma þau svo skortur varð á hlýju.“

Margrét kynntist eiginmanni sínum í Kaupmannahöfn en Hallgrímur lýsir þeim á skemmtilegan hátt:

„Eiginmaðurinn var óvæntur; vinstrisinnaður verkfræðinemi úr fátæktarbasli fyrir austan. Þau settust að á horni Njálsgötu og Snorrabrautar og bjuggu alla tíð í Austurbænum, ekki í Vesturbæ eins og föðurættin mælti fyrir. Bæði voru á skjön við sinn bakgrunn, hann með sína háskólagráðu og hún með sína hugsjón. Við börnin nutum þess auðvitað ótæpilega að alast upp hjá sérfræðingi í faginu. Skjól og stuðningur heima, leikir í öllum boðum, skíði á vetrum, útilegur á sumrum. Þegar hún skynjaði teiknilyst hjá ungum dreng var hann sendur á öll þau myndlistarnámskeið sem í boði voru.“

Þau settust að í Reykjavík þar sem Margrét vann ötullega að barnauppeldi og kennslu. Börn hennar nutu sterks stuðnings, uppbyggilegs umhverfis og víðsýni í uppeldi sem þótti framúrskarandi á sínum tíma. Margrét naut mikillar virðingar meðal nemenda sinna, og voru börn jafnan minnt á það í gegnum tíðina: „Bið að heilsa mömmu þinni – alveg frábær kennari!“

„Mamma var félagslyndur stuðbolti sem eignaðist marga aðdáendur fyrir áratuga kennslu sína og félagsstörf. Í hverjum mánuði allt okkar líf vorum við systkinin minnt á mikilvægi mömmu fyrir fyrrum nemendum hennar. “Bið að heilsa henni mömmu þinni! Alveg frábær kennari!”,“ skrifaði Hallgrímur.

Margrét var umvafin góðum vinum og fjölskyldu alla tíð, og átti í dýrmætum tengslum við gamla vini úr æsku og námi. Í lok greinar lýsir sonur hennar hve móðir hans hafi gefið af sér með því að líta á öll börn sem hluta af eigin fjölskyldu:

„Mamma byrjaði sem aukastærð en endaði í yfirstærð. Fann ástina og hamingjuna og fylgdi einfaldri reglu: Öll börn sem kynnast í okkar ættir eru mín, orðið „amma“ er safnheiti, ekki sérheiti. Fyrir það fáum við aldrei fullþakkað,“ skrifar Hallgrímur.

Lokaorð Hallgríms eru einstaklega falleg:

„Mamma kvaddi á Hrafnistu aðfararnótt 13. maí. Hún hafði ekki fyrr skilið við en hitabylgja reið yfir landið, dögum saman var hitinn yfir tuttugu stig í öllum landshlutum. Um leið og móðurhjartað kólnaði slapp hiti þess út í andrúmið.

Við kveðjum einstaka konu af stolti, ást og lífsins þökk.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Pútín og Trump skellihlæjandi saman
Heimur

Pútín og Trump skellihlæjandi saman

Sögulegur fundur í Alaska markar endalok útskúfunar Rússa á Vesturlöndum.
Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku
Heimur

Einn látinn eftir skotárás fyrir utan mosku

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér
Myndir
Innlent

Hundvotir ferðamenn forðuðu sér

Hvernig virka nýju bílastæðagjöld HÍ?
Innlent

Hvernig virka nýju bílastæðagjöld HÍ?

Skrúfuðu aftur frá eftir langt hlé
Menning

Skrúfuðu aftur frá eftir langt hlé

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“
Innlent

„Ég á barnabörn á þessum leikskóla“

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins
Heimur

Valdatafl kringum fund Trumps og Putins

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu
Sport

Tapaði milljarði vegna spilafíknar en leikur í veðmálaauglýsingu

Björgunarsveitir leita að fólki
Innlent

Björgunarsveitir leita að fólki

Ungur karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrots
Innlent

Ungur karlmaður í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrots

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu
Myndband
Landið

Ferðamenn stefndu Orra í lífshættu

Stefán Kristjánsson er látinn
Minning

Stefán Kristjánsson er látinn

Minning

Stefán Kristjánsson er látinn
Minning

Stefán Kristjánsson er látinn

Mínútuþögn var fyrir leik Keflavíkur og Grindavíkur á miðvikudag til að minnast Stefáns
Þorvarður Alfonsson er látinn
Minning

Þorvarður Alfonsson er látinn

Helgi Vilberg Hermannsson er fallinn frá
Minning

Helgi Vilberg Hermannsson er fallinn frá

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá
Minning

Áslaug Sig­ríður Al­freðsdótt­ir er fallin frá

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði
Minning

Látinn eftir að hafa fallið í á í Skagafirði

Loka auglýsingu