
Hanna María Hermannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar hjá ELKO en greint er frá þessu í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Hún býr að yfir tíu ára starfsreynslu af verkefna- og breytingastjórnun í flóknu rekstrarumhverfi að sögn ELKO. Fyrir komuna til ELKO starfaði Hanna María sem deildarstjóri hjá Isavia og leiddi þar fjölbreytt verkefni tengd innleiðingu nýrra ferla, búnaðar og reglugerða á Keflavíkurflugvelli.
„Ég hlakka mjög til að takast á við spennandi verkefni hjá ELKO og til leggja mitt af mörkum til áframhaldandi vaxtar og þróunar fyrirtækisins,“ segir í tilkynningu um ráðningu hennar.
Hanna María útskrifaðist með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2015. Hún lauk B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá sama skóla 2012.
Komment