1
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

2
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

3
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

4
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

5
Innlent

Konan fundin

6
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

7
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

8
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

9
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

10
Innlent

Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás

Til baka

„Hannibal the Cannibal“ kominn í hungurverkfall

Hann var ósáttur við að Playstation-tölvan hans var tekin.

Hannibal the Cannibal
Robert MaudsleyHefur setið lengst allra fanga í einangrun í Bretlandi.

Hættulegasti fangi Bretlands, Robert Maudsley, kallaður „Mannætan Hannibal“, eða á ensku Hannibal the Cannibal, er farinn í hungurverkfall eftir að fangaverðir tóku á brott PlayStation-tölvu hans og sjónvarp, segir Mirror.

Raðmorðinginn, sem hefur eytt 46 árum í einangrun, hefur heitið því að borða ekki aftur fyrr en verðmætum eignum, þar á meðal fræðibókum hans og tónlistargræjum, er skilað. Maudsley hefur verið í haldi einn í læstum glerklefa í Wakefield fangelsinu, Vestur Jórvíkurskíri, síðan 1983 eftir að morðæði rann á hann á bak við lás og slá.

Í einkaviðtali við Mirror sagði bróðir hans Paul Maudsley: „Hann hefur neitað að borða síðan síðasta föstudag svo við höfum miklar áhyggjur af honum. Hann hringdi í mig úr fangelsinu um daginn og hann hljómaði reiður og áhyggjufullur. Hann sagði mér: „Ég er að fara í hungurverkfall svo ekki vera hissa ef þetta er í síðasta skiptið sem ég hringi í þig. Hann hafði áður aðgang að síma inni í klefanum sínum, en hann er hættur að hringja til baka svo við teljum að þeir hljóti að hafa tekið hann í burtu. Bob er 71 árs núna svo við vitum ekki hversu lengi hann getur lifað af án matar.“

Talið er að Robert hafi farið í hungurverkfallið í kjölfar aðgerðar sem var framkvæmd í Wakefield 26. febrúar. Fjölskyldunni skilst að hið alræmda fangelsi hafi verið sett í einhverskonar kreppuástand, þar sem fangarnir voru reknir út úr klefum sínum svo hægt væri að leita vandlega yfir þeim, í kjölfar frétta um að maður hefði smyglað inn byssu.

Maudsley, sem er kallaður Mannætan Hannibal (e. Hannibal the Cannibal), hefur setið lengst allra breskra fanga í einangrun. Hann hefur dvalið í rúma fjóra áratugi í glerklefa þar sem hann er geymdur 23 tíma á dag. Maudsley, þekktur sem „Bob“ af ættingjum sínum, var upphaflega fangelsaður árið 1974, þegar hann var 21 árs að aldri, fyrir morðið á barnaníðingnum John Farrell, 30. Var hann fyrst dæmdur ósakhæfur vegna andlegra veikinda og vistaður á geðsjúkrahúsi. Þar drap hann annan sjúkling sem hafði nauðgað og myrt 16 ára stúlku, á hrottalegan hátt. Var hann þá dæmdur í ævilangt fangelsi.

En á meðan hann var inni drap hann tvo menn sem hann taldi vera nauðgara og barnaníðinga, sem leiddi til þess að hann var aðskilinn frá öðrum föngum og kallaður hættulegasti fangi Bretlands. Hann líkti klefa sínum einu sinni svo: „Eins og að vera grafinn lifandi í kistu.“ Hann varð sá fangi í Bretlandi sem hefur setið lengst í fangelsi eftir að morðinginn Ian Brady á Moors lést, sem sat 51 ár í fangelsi og lést árið 2017. Maudsley var barinn og misnotaður af föður sínum í æsku, sem hafði greinilega hrikalegar afleiðingar á geðheilsu hans.

Bróðir hans, Paul, 74 ára gamall maður frá Liverpool, bætti við: „Bob er haldið í fangelsi innan fangelsisins.“

„Einhverra hluta vegna fór fangelsið aftur í eðlilegt horf eftir aðgerðina, en deild Bobs var frá í nokkra daga. Bob kvartaði og hann er venjulega kurteis, en fangelsislögreglumennirnir sökuðu hann um að vera ofbeldisfullur. Þegar hann kom loksins aftur inn í klefann sinn höfðu þeir tekið allt, sjónvarpið hans, PlayStation, bækurnar og útvarpið. Hann er kominn aftur í það hvernig hann var fyrir 10 árum þegar hann hafði ekkert til að örva sig og hann sat bara þarna og átti á hættu að missa vitið. Hann elskar að spila stríðsleiki og skák á PlayStation og hann er alltaf að horfa á gamlar kvikmyndir í sjónvarpinu og lesa fræðibækur. Hlutirnir eru honum svo mikilvæg að það er ekki sanngjarnt að taka þau í burtu án góðrar ástæðu. Við getum náð sambandi við neinn til að komast að því hvað er að gerast og við höfum miklar áhyggjur.“

Dómsmálaráðuneyti Bretlands neitaði að tjá sig um málið við Mirror.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Albert meiddist í stórsigri Íslands
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

Óvíst er með þátttöku Alberts gegn Frakklandi
Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

Skúta James Nunan fannst á reki en aðeins hundurinn Thumbeline var um borð
Ítalski tískukóngurinn Giorgio Armani er látinn
Heimur

Ítalski tískukóngurinn Giorgio Armani er látinn

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Ísraelar drepa 28 börn á hverjum einasta degi
Heimur

Ísraelar drepa 28 börn á hverjum einasta degi

Charlie Sheen vill komast í samband við fyrrum meðleikara sinn
Heimur

Charlie Sheen vill komast í samband við fyrrum meðleikara sinn

Loka auglýsingu