1
Peningar

Tólf tekjuhæstu á Vestfjörðum afhjúpaðir

2
Innlent

Reynslubolti tekur tímabundið við Kveik

3
Innlent

Bíl eins besta söngvara Íslands stolið

4
Landið

Gagnrýna myndbirtingu af systrunum í Reynisfjöru

5
Peningar

Ellefu sem græddu á tá og fingri á Suðurnesjum

6
Peningar

Gunnar skrapar botninn hjá elítunni

7
Innlent

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum

8
Fólk

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys

9
Pólitík

Kallar þingmenn stjórnarandstöðunnar „hryðjuverkamenn“

10
Fólk

Sjálfstæðiskona selur ris

Til baka

Heilaskurðlæknir syngur inn á plötu sjúklings síns

Fjölskyldufaðirinn Atli Þór Sigurðsson lætur drauminn rætast síðsumars með plötuútgáfu

Atli Þór Sigurðsson
Atli Þór SigurðssonDraumur Atla Þór rætist síðsumars.
Mynd: Aðsend

Fjölskyldufaðirinn Atli Þór Sigurðsson, sem greindist með heilaæxli í fyrra, stefnir nú á að gefa út aðra af tveimur plötum sem hann ætlaði sér að klára til að vinna úr tilfinningum sínum vegna veikindanna og láta gamlan draum rætast í leiðinni.

Sjá einnig: Fjölskyldufaðir tekst á við stórt áfall með plötuútgáfu: „Þú stýrir ekki vindinum …“

Mannlíf sló á þráðinn til Atla Þórs og ræddi við hann um veikindin, nýju plötuna og óvæntan leynigest á nýju plötunni.

Hvernig er heilsan þessa dagana?

„Heilaæxlið er á sínum stað og flogunum hefur fækkað aðeins. Ennþá er verið að vinna í lyfjunum og er ég nýkominn á nýtt flogalyf þannig að það er fullt af svigrúmi til bætinga.“

Atli segist þurfa að lifa með veikindunum en að allir séu með sitt Everest að klífa.

„Allir eru með sitt Everest og þetta mitt. Ég losna ekki við þetta en læri að lifa með þessu, á endanum. Það er fylgst náið með æxlinu sjálfu með myndatöku tvisvar á ári og flogin eru þannig að ég fæ fyrirboða þannig að ég get komið mér fyrir. Þetta kallast focal flog sem þýðir að þau eru staðbundin og það sem betra er að ég er með meðvitund og hreyfigetu í hægri hliðinni meðan á þessu stendur. Stærsta vandamálið í dag er orkuleysi og smá lægðir inn á milli en ég finn að þær verða sjaldgæfari þannig að þetta er allt upp á við.“

Atli Þór Sigurðsson
Atli Þór SigurðssonAtli Þór stefnir á að gefa út tvær plötur á næstunni
Mynd: Aðsend

Þá segist Atli aftur vera kominn á vinnumarkaðinn sem sé krefjandi en muni vonandi batna.

„Ég er byrjaður aftur í 100% starfi og þetta er krefjandi suma daga að ráða ekki við sama áreiti og áður en það kemur vonandi með tímanum. En ég gæti ekki verið þakklátari fyrir þennan magnaða vinnustað sem Bláa Lónið er.“

Tónlistin hjálpar Atla mikið þegar kemur að lægðunum sem koma yfir hann annað slagið.

„Hæðir og lægðir en þetta kemur allt með tímanum og tónlistin hjálpar mikið, bæði til þess að berskjalda mig, koma tilfinningum í orð og kúpla mig út.“

Talandi um tónlist, Atli Þór stefnir á að gefa út plötu 24. ágúst næstkomandi.

„Í gegnum Karolina fund safnaðist fyrir fyrri plötunni þar sem ég fór all in með þetta. Er að vinna í tónlistarmyndbandi við eitt lag en á sama tíma við öll lög. Er að hugsa um að gefa út nokkur eintök á vinyl til þess að hafa áþreifanleg sönnunargögn ef það kemur í ljós að internetið sé bóla og springur bara.

Platan, sem mun heita Heilakvel, er að mestu tilbúin og ef allt gengur upp kemur hún út á helstu streymisveitum þann 24. ágúst. Platan inniheldur átta lög, á ensku og íslensku, sem flestir á mínum aldri geta tengt við. Ég er mjög stoltur af nokkrum lögum og ennþá stoltari af nokkrum textum. Platan segir sögu frá upphafi til enda og mæli ég með að hlusta í réttri röð.“

Aðspurður segir Atli að dagsetningin, 24. ágúst hafi ekki verið valin af handahófi.

„Hún markar aðra lífsbreytandi dagsetningu en það vill svo til að uppáhalds tengdapabbi minn hann Árni Ísberg, fékk heilablóðfall þennan dag árið 2023. Ef sú dagsetning klikkar þá á konan afmæli þann 25. ágúst.

Eins og ég nefndi við þig síðast þá hefði ég ekki getað gert þetta án stuðnings allra í kringum mig og þá á ég ekki bara við fjárhagslegs stuðnings, hvort sem það var á Karolina Fund eða ekki.“

Eru lögin öll samin og flutt af þér?

„Öll lögin og textarnir eru samdir af mér en með aðstoð margra aðila í texta, útsetningu og öðru. Þar sem við erum á Íslandi þá ákvað ég að opna faðminn og láta á reyna,“ svarar Atli og bætir við:

„Vinkona mín hún Guðbjörg Elsa og systir hennar Þóra unnu mikið með mér í útsetningu flestra laganna. Vignir Snær tók upp og guð minn góður hvað hann er fær. Hrafnhildur Magnea flytur eitt lag og bakraddar í öðru lagi. KK ljáði mér hljóðfæri í tveimur lögum. Svo fékk ég Snorra bassaleikara lánaðan í nokkur lög og Gunnar trommuleikara líka. En rúsinan í pylsuendanum er að heilaskurðlæknir minn hann Elfar Úlfarsson syngur á móti mér í laginu sem fjallar um okkar samskipti og er spilað á Ukulele.“

En hvernig er seinni platan sem þú ætlar að gefa út?

„Seinni platan verður aðeins hrárri eins og staðan er núna nema ég nái að safna mér fyrir frekari útfærslum. Mín helsta fjármögnunarleið er að bjóða upp á 2 tíma drop-in og vera með nýja tegundin af quizi á TikTok.

Mörg lög eru komin vel af stað og eftir samtal við Júlí Heiðar þá á ég ekki von á öðru en að við tökum eitt lag saman en sjáum til.“

Sem nýr tónlistarmaður, er þetta flókið ferli eða fyrir hvern sem er?

„Það er ótrúlega mikill lærdómur sem fylgir þessu en þetta er klárlega fyrir alla sem hafa áhuga. Það er bara að byrja að semja og finna sér gott fólk til að vinna með sér þangað til verkið er komið út. Svo þarf auðvitað að koma efninu út í cosmosið og það er ekki fyrir alla. Ég hef þurft að fara vel út fyrir þægindaramman hvað það varðar. Er með nokkur myndbönd sem ég hreinlega hafði ekki í mér að pósta. En ætti kannski að taka Eygló í Metabolic til fyrirmyndar og segja bara „f…. it”. Sjáum til.“

Er einhvers staðar hægt að fylgjast með ferlinu?

Ég er ekki mikill samfélagsmiðlamaður og það kemur skýrt fram í sumum textunum. En núna, þar sem ég er tímabundinn tónlistarmaður þá varð ég eiginlega að fara þessa leið til þess að koma þessu á framfæri og reyna að ná því markmiði sem ég setti mér að ná lagi í spilun í útvarpi Fyrir þá sem vilja fylgjast með ferlinu þá má finna þetta hérna:

https://instagram.com/atlithormusic
https://www.facebook.com/atlithormusic

https://www.tiktok.com/@atlithor

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum
Innlent

Týndi hraðbankinn fundinn og fullur af peningum

Karlmaður á fimmtugsaldri í haldi lögreglu
Þorbjörn aðstoðar ferðamenn vegna gríðarlegra vatnavaxta
Myndband
Landið

Þorbjörn aðstoðar ferðamenn vegna gríðarlegra vatnavaxta

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið
Innlent

Móðir Margrétar Löf heimsækir hana í fangelsið

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys
Fólk

Björgvin Franz mölbrotinn eftir slys

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza
Heimur

Um 430 tegundir matvæla bannaðar á Gaza

Ferðamenn hlýddu ekki lokun Reynisfjöru í ofsafengnu veðri
Myndband
Landið

Ferðamenn hlýddu ekki lokun Reynisfjöru í ofsafengnu veðri

Par sakað um ósiðlegt athæfi í sætum flugvélar
Heimur

Par sakað um ósiðlegt athæfi í sætum flugvélar

Ellefu sem græddu á tá og fingri á Suðurnesjum
Peningar

Ellefu sem græddu á tá og fingri á Suðurnesjum

Móðir Jay Slater fordæmir „sjúkt“ myndband frá manninum sem sá hann síðast á lífi
Heimur

Móðir Jay Slater fordæmir „sjúkt“ myndband frá manninum sem sá hann síðast á lífi

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum
Innlent

Hallmælir hælisleitendum á eftirlaunum

Kallar þingmenn stjórnarandstöðunnar „hryðjuverkamenn“
Pólitík

Kallar þingmenn stjórnarandstöðunnar „hryðjuverkamenn“

Draumaferð Lindu lituð af óheppilegum veikindum
Myndir
Fólk

Draumaferð Lindu lituð af óheppilegum veikindum

Menning

Maskína Birnis
Menning

Maskína Birnis

Hann er þó ekki einn með þá maskínu
Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Menning

Ég get ekki - Nýtt ljóð eftir Elísabetu Jökulsdóttur

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði
Menning

Snorri Ásmundsson hugleiðir fyrir ást og friði

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag
Myndir
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

Loka auglýsingu