1
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

2
Innlent

Einn maður á bráðamóttöku eftir eldsvoða í Hólahverfi

3
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

4
Pólitík

„Sjálfstæðismenn hafa sig nú að fíflum dag eftir dag í pontunni“

5
Fólk

Hinn áttræði Rod Stewart slær í gegn á bar í Póllandi

6
Heimur

Vítisenglar syrgja fallinn félaga

7
Heimur

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv

8
Innlent

Starfsmaður verslunar sleginn

9
Sport

Glímugoðsögnin Sabu látin, aðeins þremur vikum eftir kveðjuglímuna

10
Innlent

Metfjöldi bíður eftir hjúkrunarrými

Til baka

Vítisenglar syrgja fallinn félaga

„Goðsögn á ferð og fjölskyldumaður fram í fingurgóma“

Screenshot 2025-05-11 095009
VítisenglarFjölmargir meðlimir Hells Angels minntust fallins félaga

Trúfastur eiginmaður og faðir tveggja dætra var jarðsunginn í gær eftir að hafa látist af völdum alvarlegra meiðsla sem hann hlaut í mótorhjólaslysi á leið heim úr vinnu. Hundruð syrgjenda og mótorhjólaáhugafólks komu saman til að minnast lífs hans og heiðra minningu hans með tilfinningaþrunginni kveðjustund.

Chris Brown, 37 ára og tveggja barna faðir, slasaðist alvarlega þegar Harley Davidson hjól hans lenti í hörðum árekstri í Wallsend þann 7. apríl. Hann lést á sjúkrahúsi þremur dögum síðar og lætur eftir sig eiginkonu sína Stacey og dætur þeirra Harlo-Rose, 12 ára, og Haylan, 7 ára.

Screenshot 2025-05-11 094946
Chris Brown„Lifði lífinu á fullri ferð, mælt í kílómetrum, ekki árum.“

Í gær söfnuðust vinir og vandamenn saman við líkhúsið í South Shields og fylgdu Chrisi síðustu ferðina. Yfir þúsund mótorhjól tóku þátt í kröftugri og hjartnæmri skrúðgöngu í gegnum borgina. Chris var stoltur meðlimur Hells Angels mótorhjólasamtakanna alræmdu (á íslensku Vítisenglar), og meðlimir samtakanna komu hvaðanæva að, frá Norður-Írlandi, Wales, Amsterdam, Sviss, Belgíu, Madríd og jafnvel Kanaríeyjum, til að kveðja félaga sinn.

„Þetta er það sem við gerum,“ sagði einn hjólamannanna sem hafði ferðast frá Northampton. Kistan var merkt Hells Angels merkinu, og þegar hún var borin inn í kirkjuna hrópaði hópurinn: „Affa!“ – slagorð Hells Angels sem stendur fyrir Angels Forever, Forever Angels.

Í minningarorðum kom fram að Chris „gerði meira á 37 árum en aðrir á þremur æviskeiðum.“ Honum var lýst sem „goðsögn á ferð, sál sem fæddist til að vera á vegum úti“ og maður sem „lifði lífinu á fullri ferð, mælt í kílómetrum, ekki árum.“

Chris starfaði sem verkstjóri hjá Smulders í Wallsend og hafði elskað mótorhjól frá barnsaldri en aðeins sjö ára gamall byrjaði hann að sýna áhuga. En fjölskyldan, einkum eiginkonan og dætur hans, voru þar sem hann fann mesta gleðina.

Hells Angels'félagar hans báru sorgarbönd með viðurnefni hans „Browny“ og svo margir komu að umferð um Tyne-göngin þurfti að stöðva til að skrúðgangan kæmist leiðar sinnar.

„Hann var fullur af heiðarleika, hugrekki og sýndi sanna bræðralagsandann sem ríkir í klúbbnum,“ sagði félagi hans úr Norður-Englandi. „Stíll hans, fágun og yfirbragð voru einstök.“

Sögur af lífi Chris vöktu bæði hlátur og tár í athöfninni. Eiginkona hans, Stacey, sagði áður: „Enginn hafði illt um Chris að segja. Hann var svo góð manneskja og tilbúinn að hjálpa öllum. Hann var alvöru fjölskyldumaður og sérstaklega elskaði hann mig og börnin okkar. Þess vegna hefur þetta skekið bæinn svona mikið, allir sem kynntust honum, elskuðu hann.“

Í júní ætlar Stacey að takast á við Three Peaks Challenge í minningu eiginmannsins og safna fé fyrir Newcastle Upon Tyne Hospitals NHS Charity. Nú þegar hafa safnast yfir 16.500 pund, sem sýnir hversu mikið Chris var elskaður af öllum sem þekktu hann.

Mirror fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Lalli Johns
Minning

Lárus Björn Svavarsson lést í dag

Putin and Zelensky
Heimur

Fyrsti fundur Zelenskys og Pútíns í augsýn

Sabu
Sport

Glímugoðsögnin Sabu látin, aðeins þremur vikum eftir kveðjuglímuna

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Peningar

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

497446671_10161717003568590_6171254970339352924_n
Heimur

Þýddi grein eftirlifanda Helfararinnar sem styður Palestínu

AFP__20250511__469873K__v1__HighRes__IsraelGermanyDiplomacy
Heimur

Ísrael varar við einhliða viðurkenningu á Palestínu - Boðar eigin aðgerðir

AFP__20250510__468E67F__v2__HighRes__TopshotIsraelPalestinianConflictDemonstrationHo
Heimur

Þúsundir Ísraela mótmæla í Tel Aviv

Glumur-Baldvinsson
Pólitík

„Sjálfstæðismenn hafa sig nú að fíflum dag eftir dag í pontunni“