Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Senad Alla í fangelsi en dómur þess efnis var nýlega birtur.
Alla ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, miðvikudaginn 26. nóvember 2025, staðið að innflutningi á samtals 947,17 g af kókaíni, með styrkleika 25-28%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærða til Íslands sem farþegi með flugi frá Frankfurt, Þýskalandi, til Keflavíkurflugvallar, falin í yfirhöfnum sem fundust í farangri ákærða.
Alla hafði ekki brotið af sér áður og játaði sök í málinu. Talið er Alla hafi verið burðardýr og ekki staðið sjálfur fyrir þessum innflutningi.
Hann var því dæmdur í sjö mánaða óskilorðsbundið fangelsi.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment