
Hjörtur Smári Birkisson hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómu Vestfjarða en greint er frá þessu í dómi sem var nýverið birtur á heimasíðu dómstólsins.
Í dómnum segir frá því að Hjörtur hafi skellt fórnarlambi sínu í jörðina og sparkað svo í framhaldi þess einu sinni í höfuð þess með þeim afleiðingum að það hlaut skurð á vinstri augabrún, tímabundnar sjóntruflanir, heilahristing og höfuðverk.
Árásin átti sér stað á bílastæði við Pollgötu 2 á Ísafirði þann 17. nóvember 2024 og játaði Hjörtur líkamsárásina. Í dómnum er tekið fram að árásin hafi verið tilefnislaus og það verði að teljast háskalegt athæfi að sparka í höfuð liggjandi manns.
Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára og þarf Hjörtur að greiða fórnarlambi sínu 746.798 krónur auk vaxta og málskostnaðar.
Hann þarf einnig að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns, sem eru 372.000 krónur og líka 20.000 krónur í annan sakarkostnað.
Komment