
Íslenska rokksveitin Bál snýr aftur með nýtt lag,
Absolution, sem verður aðgengilegt á helstu streymisveitum föstudaginn 14. mars. Með laginu fylgir einnig glænýtt tónlistarmyndband sem frumsýnt verður á YouTube.
Langt í fæðingu en þess virði
Lagið var upphaflega samið árið 2021, en fékk nýtt líf þegar Einar Thorberg (Katla, Fortíð) gekk til liðs við sveitina sem söngvari á síðasta ári. Með hans rödd þróaðist lagið í kraftmikið og grípandi rokklag með áhrifum frá níunda áratugnum og notkun á hljóðgervlum. Hljómsveitin segist vera spennt fyrir nýrri stefnu í tónlistinni, sem mun endurspeglast í komandi efni.
Hljómsveit með djúpar rætur í íslensku þungarokki
Meðlimir Bál hafa áður verið virkir í íslenskri rokksenu og spilað með sveitum á borð við Katla, Sororicide, Severed, Fortíð og Hostile.
Upptökur og myndband
Lagið var tekið upp í upptökuveri sveitarinnar, en loka mix og mastering var í höndum Arnars Guðjónssonar (Leaves, Sororicide). Tónlistarmyndbandið var unnið af BíoBorg Stúdíó, en leikstjórn sáu þeir Andri Freyr og Aron Pétur um.
Absolution verður aðgengilegt á helstu streymisveitum í dag.
Komment