
Árásin gerðist í MosfellsbæSumir kalla það Pítsabæ.
Mynd: Mosfellsbær
Hlynur Andri Hrafnsson hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómur þess efnis var nýlega birtur.
Hann var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, að kvöldi laugardagsins 31. ágúst 2024, í anddyri ónefndrar hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ, veist með ofbeldi að karlmanni, og slegið hann í andlitið, með þeim afleiðingum að hann hlaut nefbrot og opið sár á höfði.
Hlynur játaðbrot sitt skýlaust en samkvæmt dómnum hefur hann ekki áður gerst sekur um refsivert athæfi.
Hann var dæmdur í 30 daga fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða fórnarlambi sínu 550.095 krónur auk vaxta og 300.000 krónur í málskostnað.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment