
Þrír gistu fangaklefa í dagMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að par hafi verið staðið að þjófnaði í íþróttaverslun.
Tilkynnt var um hund sem hafði bitið aðila. Sá reyndist vera með opið og djúpt sár á kinninni þar sem húðin var búin að flagna af. Aðilinn fékk aðhlynningu á slysadeild Landspítalans.
Ökumaður var stöðvaður í umferðinni þar sem grunur vaknaði um að hann væri vímaður. Hann var einnig eftirlýstur þar sem það átti eftir að birta honum ákvörðun um brottvísun.
Ökumaður var sektaður fyrir að þenja bílvélina og láta pústið hans „springa“ með látum fyrir framan lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment