
Húsfyllir var á samfélags- og hátíðarkvöldverði No Borders sem haldinn
var annað árið í röð, að þessu sinni var hann haldinn í Hinu Húsinu.
Í færslu á Facebook skrifa meðlimir No Borders Iceland um samfélags- og hátíðarkvöldverðs sem haldinn var af samtökunum í Hinu Húsinu í gærkvöldi. Þakka samtökin sjálfboðaliðum og gestum fyrir nærveru sína, vinnu og hlýju“.
Fram kemur í færslunni að kvöldið hafi einkennst af hlátri, ró og fallegri samveru. Þá fengu börnin gott „rými til leikja og gleði á meðan fullorðna fólkið deildi mat, sögum og augnablikum“.
Hér má lesa færsluna í heild sinni:
„Hjartans þakkir til allra sem tóku þátt í hátíðar- og
samfélagskvöldverði No Borders í gærkvöldi; sjálfboðaliða, gesta og
þeirra sem lögðu sitt af mörkum með nærveru, vinnu og hlýju.
Kvöldið var fullt af hlátri, ró og fallegri samveru. Börnin fengu gott
rými til leikja og gleði og fullorðna fólkið deildi mat, sögum og
augnablikum sem skapa tengsl og trú á að samfélag verði til í
sameiginlegum verkum, ábyrgð, þátttöku og nærveru.
Fyrir marga var þetta kærkomin stund til að hitta aðra og vera í rými
sem gaf tilfinningu fyrir öryggi og því að tilheyra samfélagi. Við erum
djúpt þakklát fyrir þá hlýju og virðingu sem einkenndi kvöldið og fyrir
alla sem gerðu það mögulegt.
Við þökkum öllum fyrir árið sem er að líða og óskum ykkur gleðilegs nýs
árs af áframhaldandi samstöðu og óbilandi baráttu fyrir samfélagi þar
sem mannréttindi og ferðafrelsi eru tryggð fyrir öll.“

Komment