1
Peningar

Annþór stofnar fyrirtæki

2
Innlent

Neyðarboð barst frá strætisvagni

3
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

4
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

5
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

6
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

7
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

8
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

9
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

10
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Til baka

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

Hallgrímur Helgason og fleiri undra sig á af hverju stjórnarandstaðan mætti ekki til að greiða atkvæði með eigin tillögu.

Hildur Sverrisdóttir
Hildur SverrisdóttirÞingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki mættir til að greiða atkvæði með dagskrártillögu þingflokksfomanna sinna.
Mynd: Golli

Hallgrímur Helgason rithöfundur sagðist hafa fylgst spenntur með Alþingi í morgun þar sem málþófið væri orðið líkt og hans EM. Hann varð hins vegar gáttaður á „furðulegri uppákomu“ þegar einungis þrír af 30 þingmönnum stjórnarandstöðunnar voru mættir til þess að greiða atkvæði um eigin tillögu.

Klukkan 10:00 hófst nýr þingfundur eftir að þingfundur gærdagsins varði fram til 1:09 þar sem umræðurnar um veiðigjaldið drógust á langinn. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksin, var með fyrsta mál á dagskrá en það var dagskrártillaga um að þingið myndi taka fyrir fjármálaáætlun í stað frumvarpanna um strandveiðar og veiðigjaldið sem voru á dagskrá. Flokksformenn hinna flokkanna í stjórnarandstöðunni tóku einnig til máls og studdu tillögu Hildar Sverrisdóttur. Það voru Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.

Stjórnarandstaðan vill ljúka afgreiðslu fjármálaáætlunarinnar því það er lögbundin skylda Alþingis að ljúka við hana áður en þingi er slitið. Ríkisstjórnarflokkarnir forgangsraða hins vegar að klára afgreiðslu frumvarpsins um veiðigjöldin og vilja ekki ljúka við fjármálaáætlunina fyrr en frumvarpið hefur verið afgreitt.

Í atkvæðagreiðslunni um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar var hún felld með 33 atkvæðum gegn þremur frá stjórnarandstöðunni. Það gefur til kynna að einungis þingflokksformennirnir sem tóku til máls voru mætt til að greiða atkvæði með eigin tillögu.

„Er þetta einhver klaufaleg afleiðing málþófsins eða er stjórnarandstaðan orðin ga ga?“ skrifar Hallgrímur Helgason í færslu sinni á Facebook.

„Þetta er leið til að neyða stjórnarliða í hús til að greiða atkvæði,“ útskýrir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata, í athugasemd við færslu Hallgríms.

Ásta Lóa Þórisdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi ráðherra, vekur einnig athygli á þessari atburðarás í færslu á Facebook. „Ef þessar tölur sýna ekki fram á þá pólitísku leiki sem minnihlutinn er í, veit ég ekki hvað gerir það. Þau nenna ekki einu sinni að mæta til að tala fyrir eða greiða atkvæði um eigin tillögu,“ skrifar hún í færslunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife
Heimur

Fundu aldraða konu sem hafði týnst á Tenerife

Fjölskyldumeðlimir, vinir og íbúar á staðnum tóku þátt í leitinni
Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann
Innlent

Maður fluttur á slysadeild eftir að ekið var á hann

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið
Heimur

Trump flaug mun oftar með einkaþotu Epstein en áður var talið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði
Heimur

Byrlaði eiginkonunni ólyfjan um árabil og nauðgaði

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna
Innlent

Ökumaður stórslasaði konu við Pizzuna

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“
Innlent

„Er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu orðin útibú frá Miðflokknum?“

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund
Innlent

Umráðamaður sparkaði ítrekað í hund

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu
Myndir
Fólk

Lúxus þakíbúð í miðborginni til sölu

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni
Myndband
Heimur

Búðarþjófur beindi byssu að lögregluþjóni

Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu
Pólitík

Össur lofar frammistöðu Valkyrjanna í Silfrinu

Gefur lítið fyrir frammistöðu formanns Sjálfstæðisflokksins
Sanna tilkynnir framboð
Myndband
Pólitík

Sanna tilkynnir framboð

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi
Pólitík

Verkefnastjóri Miðflokksins vill ekki sjá „múslímskt höfuðfat“ á Íslandi

Dóra Björt komin í Samfylkinguna
Pólitík

Dóra Björt komin í Samfylkinguna

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“
Pólitík

„Hvað er eiginlega að þessu andskotans pakki í stjórnarandstöðunni?“

Loka auglýsingu