1
Innlent

Drukkin börn við grunnskóla

2
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

3
Minning

Jóhann Friðrik Antonsson er fallinn frá

4
Innlent

Boðar til mótmæla fyrir ríkisstjórnarfund og hvetur til stuðnings í Reykjavíkurmaraþoninu

5
Mannlífið

Kaffivagninn opnar aftur í breyttu útliti

6
Innlent

Sólveig Anna hjólar í borgarstjóra vegna leikskólastarfsmannsins

7
Menning

Geggjuð stemmning á Ingólfstorgi í dag

8
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

9
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

10
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

Til baka

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

Hallgrímur Helgason og fleiri undra sig á af hverju stjórnarandstaðan mætti ekki til að greiða atkvæði með eigin tillögu.

Hildur Sverrisdóttir
Hildur SverrisdóttirÞingmenn stjórnarandstöðunnar voru ekki mættir til að greiða atkvæði með dagskrártillögu þingflokksfomanna sinna.
Mynd: Golli

Hallgrímur Helgason rithöfundur sagðist hafa fylgst spenntur með Alþingi í morgun þar sem málþófið væri orðið líkt og hans EM. Hann varð hins vegar gáttaður á „furðulegri uppákomu“ þegar einungis þrír af 30 þingmönnum stjórnarandstöðunnar voru mættir til þess að greiða atkvæði um eigin tillögu.

Klukkan 10:00 hófst nýr þingfundur eftir að þingfundur gærdagsins varði fram til 1:09 þar sem umræðurnar um veiðigjaldið drógust á langinn. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksin, var með fyrsta mál á dagskrá en það var dagskrártillaga um að þingið myndi taka fyrir fjármálaáætlun í stað frumvarpanna um strandveiðar og veiðigjaldið sem voru á dagskrá. Flokksformenn hinna flokkanna í stjórnarandstöðunni tóku einnig til máls og studdu tillögu Hildar Sverrisdóttur. Það voru Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins.

Stjórnarandstaðan vill ljúka afgreiðslu fjármálaáætlunarinnar því það er lögbundin skylda Alþingis að ljúka við hana áður en þingi er slitið. Ríkisstjórnarflokkarnir forgangsraða hins vegar að klára afgreiðslu frumvarpsins um veiðigjöldin og vilja ekki ljúka við fjármálaáætlunina fyrr en frumvarpið hefur verið afgreitt.

Í atkvæðagreiðslunni um dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar var hún felld með 33 atkvæðum gegn þremur frá stjórnarandstöðunni. Það gefur til kynna að einungis þingflokksformennirnir sem tóku til máls voru mætt til að greiða atkvæði með eigin tillögu.

„Er þetta einhver klaufaleg afleiðing málþófsins eða er stjórnarandstaðan orðin ga ga?“ skrifar Hallgrímur Helgason í færslu sinni á Facebook.

„Þetta er leið til að neyða stjórnarliða í hús til að greiða atkvæði,“ útskýrir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrum þingmaður Pírata, í athugasemd við færslu Hallgríms.

Ásta Lóa Þórisdóttir, þingkona Flokks fólksins og fyrrverandi ráðherra, vekur einnig athygli á þessari atburðarás í færslu á Facebook. „Ef þessar tölur sýna ekki fram á þá pólitísku leiki sem minnihlutinn er í, veit ég ekki hvað gerir það. Þau nenna ekki einu sinni að mæta til að tala fyrir eða greiða atkvæði um eigin tillögu,“ skrifar hún í færslunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Brauðtertur, búbblur og bjór í boði á meðan byrgðir endast
Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

„Við getum lært af öðrum”
Innlent

„Við getum lært af öðrum”

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu