1
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

2
Innlent

Páll segir Reykjavik Excursions vera „einokunarskítafyrirtæki“

3
Innlent

Hjúkrunarfræðingur dró blóð úr vandræðamanni

4
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

5
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

6
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

7
Innlent

Tónleikagestir Rottweiler hluti af sektardegi ársins

8
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

9
Innlent

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum

10
Innlent

Ræktaði kannabis í leyniklefa undir húsi í Reykjavík

Til baka

Hvað kom fyrir hjá Sósíalistum?

Maður sem gegndi meðal annars starfi húsvarðar Sósíalistaflokksins og blaðamanns Samstöðvarinnar kvartar undan launaþjófnaði.

Sósíalistar
Gunnar Smári og Karl HéðinnMiklar deilur eru nú innan Sósíalistaflokksins.

Maður sem gegndi meðal annars starfi húsvarðar Sósíalistaflokksins og blaðamanns Samstöðvarinnar kvartar undan launaþjófnaði.

Sósíalistaflokkur Íslands logar í illdeilum eftir að Karl Héðinn Kristjánsson sagði sig úr kosningastjórn flokksins. Sakaði hann Gunnar Smára Egilsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, um útskúfun, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot gagnvart sér. Þá segir hann þá sem verji Gunnar Smára taki þátt í þeirri útskúfum sem hann upplifði og að hann sé ekki sá eini sem hafi þá upplifun. Í eldlínunni er sömuleiðis Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, sem sögð er hafa fengið fjölda ábendinga.

Nýtt viðtal á Samstöðinni sem kærasta Gunnars Smára tók hefur hellt olíu á eldinn.

Átakalínur virðast markast milli yngri meðlima flokksins og þeirra eldri, en sömuleiðis er hópur þeirra sem er ósáttur við Gunnar Smára sagður vera lengra til vinstri í stjórnmálum.

Sósíalistaflokkur Íslands er byggður upp með tiltölulega flatan valdastrúktúr. Enginn formaður er til staðar í flokknum.

Þannig hefur slembivalin nefnd, svokölluð Samviska, rétt til að vísa félögum úr flokknum. Karl Héðinn hefur vísað til þess að virkja hafi átt Samviskuna til hreinsana. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar flokksins.

Fundargerðir ekki lengur birtar

Samkvæmt vef Sósíalistaflokksins er gert ráð fyrir að „fundargerðir framkvæmdastjórnar [séu] gerðar aðgengilegar eins fljótt og auðið er“. Ekki hefur verið birt fundargerð frá 5. október 2024, eða fyrir Alþingiskosningarnar. Þar er minnst á fyrrgreindan Karl Héðin og að leysa þurfi húsvarðarhlutverkið sem hann sinnti. „Einnig var rætt um hver tæki við húsvarðarhlutverkinu nú þegar Karl Héðinn er kominn í fullt starf,“ segir þar.

Þar er átt við að Karl Héðinn hafi hafið störf annars staðar, eða sem starfsmaður í félags- og fræðslumálum hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem berst meðal annars gegn réttindabrotum. Karl Héðinn hafði árið áður, sumarið 2023, orðið fyrir því sem hann kallar „launaþjófnað“. Hann skýrir það með því að Gunnar Smári Egilsson hafi neitað að greiða honum laun á forsendum þess að hann hefði ekki skilað af sér þremur fréttum á vef Samstöðvarinnar á degi hverjum. Þetta hefur síðar verið tilefni til þess fyrir einhverja flokksmenn að rifja upp það sem gerðist áður en Gunnar Smári stofnaði Sósíalistaflokk Íslands. Það var að blaðamenn Fréttatímans sátu eftir launalausir við gjaldþrot hans, eins og Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður skrifaði um í Stundina 2017.

Úr verður hjá framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins að gera fundarritarann að húsverði tímabundið til janúar 2025 vegna brotthvarfs Karls Héðins.

Á fundinum 5. október var einnig rætt um fjárhagsstöðu Sósíalistaflokksins. Samkvæmt fundargerð framkvæmdastjórnar komst ekki niðurstaða í umræðuna. Þar segir einfaldlega: Fjárhagsstaða: ??

Fundargerð framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands 5. október 2024
Úr fundargerðFjárhagsstaða Sósíalistaflokksins hefur verið til gagnrýninnar umræðu innan flokksins í yfirstandandi deilu. Hér má sjá tilvísun í hana í síðustu fundargerð framkvæmdastjórnar, sem er frá 5. október í fyrra.
Mynd: Sósíalistaflokkurinn / Skjáskot

Skyndifundur boðaður

Gunnar Smári boðaði til skyndifundar í gær til þess að bregðast við ásökunum um launaþjófnað og slæma framkomu. Bæði boðunin sjálf og fyrirkomulag fundarins fóru illa í hóp þeirra ósáttu í flokknum. Fundið var að því að fundinum væri ekki streymt um netið til flokksmanna á landsbyggðinni, kvartað var undan því að fundarboðið færi fram á miðli Sósíalistaflokksins og að óljóst væri hvort fundurinn væri á vegum Gunnars Smára sem persónu eða á vegum flokksins. Ef fundurinn væri á vegum flokksins þyrfti fyrirkomulag fundarins að taka mið af því, frekar en að vera á forsendum formanns framkvæmdastjórnar eins og sér.

Á fundinum hélt Gunnar Smári, samkvæmt frásögnum vitna, klukkustundar langa ræðu þar sem hann bar af sér sakir. Samkvæmt fullyrðingum Karl Héðins í viðtali við mbl.is í dag, laug Gunnar Smári upp á hann í ræðunni þar sem hann hélt því fram að Karl hefði breytt aldurstakmarkinu í Roða, ungliðahreyfingu Sósíalistaflokksins, úr 30 upp í 35, svo hann gæti haldið áfram sem formaður en Karl Héðinn er ný orðinn þrítugur. Þessu svaraði Karl Héðinn í spjallþráði flokksins á Facebook og segir að hann hafi ekki komið með þessa breytingatillögu en hafi þó stutt hana, þar sem kallað hafi verið eftir því.

Stuðningur formanna

Þrír formenn stjórna Sósíalistaflokksins, þær María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar, Sanna Magdalena Mörtudóttir, formaður kosningastjórnar og Sara Stef Hildardóttir, varaformaður framkvæmdarstjórnar, sendu síðan frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýstu yfir fullum stuðningi við Gunnar Smára Egilsson og höfnuðu öllum ásökunum Karls Héðins. í yfirlýsingunni segja formennirnir að í könnun sem hefði verið send félagsmönnum flokksins, um flokksstarfið, stefnuna og þau áhrif sem flokkurinn hefur haft á samfélagsumræðuna síðastliðin ár, sýndi að almenn ánægja 15% félaga sem svöruðu könnuninni hafi verið yfir 90% í öllum spurningum nema þeirri sem snéri að úrslitum þingkosninganna.

Karl Héðinn gerði hins vegar lítið úr könnuninni, sem hann segir lítnn kjarna innan framkvæmdarstjórarinnar og formenn málefnastjórnar hafi ákveðið að gera. Mbl.is segir frá því að hann teldi könnunina vera ómarktæka, að spurningar hafi til dæmis verið leiðandi og að ýmsum atriðum hafi verið blandað saman. „Þú mynd­ir fá fall­ein­kunn í fé­lags­vís­ind­um ef þú mynd­ir búa til svona könn­un,“ sagði Karl og velt­i því aukreitis fyr­ir sér hvort það eigi að „hlusta á virka fé­lags­menn Sósí­al­ista­flokks­ins eða þá sem sitja heima á sóf­an­um.“

Fyrrverandi borgarfulltrúi blandar sér í málið

Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins og fyrrum náinn samstarfsmaður …

Opnaðu með áskrift

Mannlíf býður upp á áskrift að efni sem er tímafrekt í vinnslu og krefst aukinnar ritstjórnarvinnu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi
Heimur

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi

23 sækjast eftir nýju embætti
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos
Heimur

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum
Innlent

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning
Innlent

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning

Bálköstur sprakk í andlit móður
Heimur

Bálköstur sprakk í andlit móður

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum
Heimur

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum
Heimur

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum

Tónleikagestir Rottweiler hluti af sektardegi ársins
Innlent

Tónleikagestir Rottweiler hluti af sektardegi ársins

Segir árásir Ísraels í Palestínu hafa gert grimmdarverk að nýjum viðmiðum heimsins
Heimur

Segir árásir Ísraels í Palestínu hafa gert grimmdarverk að nýjum viðmiðum heimsins

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“
Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“

Reykvíkingur tekinn með vopn og fölsuð skjöl á Sæbraut
Innlent

Reykvíkingur tekinn með vopn og fölsuð skjöl á Sæbraut

Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“
Pólitík

Segir evruna vera „eitt stærsta hagsmunamál almennings á Íslandi í dag“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fagnar orðum Dags B. Eggertssonar um evruna
Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Loka auglýsingu