Sósíalistaflokkur Íslands logar í illdeilum eftir að Karl Héðinn Kristjánsson sagði sig úr kosningastjórn flokksins. Sakaði hann Gunnar Smára Egilsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, um útskúfun, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot gagnvart sér. Þá segir hann þá sem verji Gunnar Smára taki þátt í þeirri útskúfum sem hann upplifði og að hann sé ekki sá eini sem hafi þá upplifun. Í eldlínunni er sömuleiðis Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi flokksins, sem sögð er hafa fengið fjölda ábendinga.
Nýtt viðtal á Samstöðinni sem kærasta Gunnars Smára tók hefur hellt olíu á eldinn.
Átakalínur virðast markast milli yngri meðlima flokksins og þeirra eldri, en sömuleiðis er hópur þeirra sem er ósáttur við Gunnar Smára sagður vera lengra til vinstri í stjórnmálum.
Sósíalistaflokkur Íslands er byggður upp með tiltölulega flatan valdastrúktúr. Enginn formaður er til staðar í flokknum.
Þannig hefur slembivalin nefnd, svokölluð Samviska, rétt til að vísa félögum úr flokknum. Karl Héðinn hefur vísað til þess að virkja hafi átt Samviskuna til hreinsana. Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar flokksins.
Fundargerðir ekki lengur birtar
Samkvæmt vef Sósíalistaflokksins er gert ráð fyrir að „fundargerðir framkvæmdastjórnar [séu] gerðar aðgengilegar eins fljótt og auðið er“. Ekki hefur verið birt fundargerð frá 5. október 2024, eða fyrir Alþingiskosningarnar. Þar er minnst á fyrrgreindan Karl Héðin og að leysa þurfi húsvarðarhlutverkið sem hann sinnti. „Einnig var rætt um hver tæki við húsvarðarhlutverkinu nú þegar Karl Héðinn er kominn í fullt starf,“ segir þar.
Þar er átt við að Karl Héðinn hafi hafið störf annars staðar, eða sem starfsmaður í félags- og fræðslumálum hjá stéttarfélaginu Eflingu, sem berst meðal annars gegn réttindabrotum. Karl Héðinn hafði árið áður, sumarið 2023, orðið fyrir því sem hann kallar „launaþjófnað“. Hann skýrir það með því að Gunnar Smári Egilsson hafi neitað að greiða honum laun á forsendum þess að hann hefði ekki skilað af sér …
Komment