1
Innlent

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng

2
Fólk

Selja einbýli í Mosfellsbæ með sundlaug

3
Minning

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá

4
Fólk

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva

5
Landið

Kvartarinn verið ákærður 12 sinnum

6
Heimur

Sjaldgæf innsýn í fjölskyldulíf Meghan og Harrýs

7
Heimur

Dularfullt andlát lögreglumanns eftir rassastækkun í rannsókn

8
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

9
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

10
Landið

Karlmaðurinn ekki lengur í lífshættu

Til baka

Íslendingar í klemmu á NATO-fundinum

„Öll“ NATO-ríkin eiga að innsigla 5% landsframleiðslu til hernaðarmála á leiðtogafundinum, en Kristrún Frostadóttir stendur frammi fyrir því að reyna að fá undanþágu eða breyttar skilgreiningar.

Kristrún Frostadóttir og Mark Rutte
Kristrún og RutteKristrún Frostadóttir reyndi í lok maí að fá undanþágu fyrir Íslendinga frá því að stórauka útgjöld til varnarmála.
Mynd: NATÓ

Bandarlagsríki NATO eru tilbúin að stíga „stórt stökk“ með því að auka útgjöld til varnarmála til að mæta ógn frá Rússlandi, sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri bandalagsins, í dag, daginn áður en tveggja daga leiðtogafundur hefst. Á fundinum er fyrirséð að Íslendingar verða í vandræðalegri stöðu.

NATO-ríkin hafa náð samkomulagi um málamiðlun, þar sem lágmarki 3,5% af vergri landsframleiðslu verður varið í kjarnahernaðarmál fyrir árið 2035, og 1,5% í víðtækari öryggistengd málefni eins og netöryggi og innviði.

Ekki er ljóst hvernig Ísland getur staðist þessi viðmið.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir skemmstu að miðað sé við að útgjöld Íslendinga til varnarmála aukist í 1,5% af landsframleiðslu, í fyrsta lagi eftir 7 ár, árið 2032 eða 2035. Hún vildi þá horfa til þess að endurskilgreina útgjöld sem varnarútgjöld. „Til dæm­is innviðafjár­fest­ing, þætt­ir með tví­hliða nota­gildi eins og hafn­ar­mann­virki, vega­fram­kvæmd­ir, flug­vell­ir, netör­ygg­is­mál og viðbúnaður við fjölþátta ógn­um,“ sagði hún í viðtali við Morgunblaðið. Útjöld Íslendinga til varnarmála eru nú 0,14% af landsframleiðslu í strangasta skilningi. Ef Íslendingar legðu aðeins 1,5% af er um rúmlega 70 milljarða á ári að ræða, sem jafngildir öllum hagnaði sjávarútvegsins á síðasta ári.

Trump krefst 5%

Í fréttum í dag segir þó að öll 32 aðildarríki bandalagsins muni heita því að hækka varnarmálaútgjöld upp í fimm prósent af vergri landsframleiðslu, sem er ein af helstu kröfum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem lengi hefur kvartað yfir því að Bandaríkin borgi of mikið fyrir NATO.

„Fjárfestingaáætlunin í varnarmálum, sem bandalagsríkin munu samþykkja í Haag, setur nýtt viðmið: Fimm prósent af landsframleiðslu í varnir,“ sagði Rutte á fréttamannafundi fyrir leiðtogafundinn.

„Þetta er stórt stökk – metnaðarfullt, sögulegt og grundvallaratriði til að tryggja framtíð okkar.“

Að halda Trump góðum

Áhersla fundarins í Haag verður að halda Trump sáttum, eftir að endurkoma hans til valda vakti ótta um að hann gæti grafið undan sjötíu ára gömlu bandalaginu, sem er hornsteinn varnarstefnu Íslendinga.

Í aðdraganda fundarins olli Spánn áhyggjum um klofning með því að neita að skuldbinda sig við fimm prósenta markmiðið.

En Rutte lagði áherslu á að Spánn hefði ekki fengið neina „undanþágu“ frá loforðinu.

„NATO hefur ekki sem bandalag neinar undanþágur, sérsamninga eða slíkt – við verðum öll að leggja okkar af mörkum,“ sagði Rutte.

Rutte sagði að aukin útgjöld myndu gera bandalaginu kleift að fimmfalda loftvarnir sínar og bæta við þúsundum skriðdreka og brynvarinna ökutækja í vopnabúrin.

„Áherslan er á að tryggja að við höfum allt sem þarf til að fæla frá og verjast hverri ógn,“ sagði hann.

„Að sjálfsögðu er mest og beinasta ógnin sem bandalagið stendur frammi fyrir ennþá Rússland.“

Látið Trump ekki taka eftir ykkur

Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump, John Bolton, sagði í viðtali við Heimildina í maí að besta nálgun Íslendinga í varnarmálum væri að láta Trump ekki vita af sér.

„Ég er svolítið áhyggjufullur yfir að einn daginn muni hann uppgötva að Ísland hafi ekki her og þar af leiðandi sé framlag Íslands til hernaðarútgjalda um 0,0 prósent af landsframleiðslu,“ sagði hann. „„Ég held að ég myndi ekki flýta mér að hitta Donald Trump. Ég myndi undirbúa mig. Ég myndi í fyrstu tala við vini mína í NATO, til dæmis önnur Norðurlönd.“

Þá sagði hann hægt að líta á Landhelgisgæsluna sem varnarmál. „„Ég tel að það séu leiðir til, vegna Landhelgisgæslunnar og annarra varnarúrræða sem Ísland hefur alltaf haft, að hægt sé að styrkja þau á þann hátt sem er gagnlegt fyrir NATO og væri í samræmi við starfsemi annarra NATO-ríkja.“

„Ef Donald Trump hunsar ykkur í eitt eða tvö ár, þá gæti það reynst ykkur í raun hagstætt.“
John Bolton í viðtali við Heimildina

Loks ráðlagði Bolton Íslendingum að undirbúa sig vel.

„Í náinni framtíð myndi ég einblína á spurningar ... eins og að efla getu sem gagnast í öryggiskreppu og að rækta samskipti við aðra. Ísland er nú í einstakri stöðu: ef Donald Trump hunsar ykkur í eitt eða tvö ár, þá gæti það reynst ykkur í raun hagstætt. Þið þurfið bara, áður en þið komið upp á radarskjá Trumps, að vera viss um að þið séuð undirbúin.“

Íslendingar þurfi hugarástand stríðstíma

Kristrún Frostadóttir mun sitja leiðtogafund NATO fyrir Íslands hönd á morgun.

Áður fundaði hún með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í lok maí. Eftir fundinn áréttaði Kristrún vilja til að skilgreina borgaralega innviði sem hernaðarlega.

„Ég vil að Ísland taki virkan þátt og veiti forystu í öryggis- og varnarmálum í okkar nærumhverfi. Við munum áfram vinna náið með NATO og auka viðbúnað og fjárfestingu í varnartengdum innviðum á næstu árum – sem geta einnig nýst í borgaralegum tilgangi. Það skiptir máli fyrir hagsmuni Íslands að við styrkjum getu okkar til að starfa með vinaþjóðum og bandalagsríkjum. Ríkisstjórnin er algjörlega einhuga um þetta. Sem birtist bæði í nýrri öryggis- og varnarmálastefnu sem unnið er að undir forystu utanríkisráðherra og í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2030,“ sagði hún.

Á blaðamannafundi eftir fundinn gaf Rutte hins vegar engan afslátt. „Ég veit að Ísland er stolt af hefð sinni sem friðsöm þjóð - og það gerir framlag ykkar þess markverðara. Því til þess að varðveita friðinn þarf að skipta yfir í hugarástand stríðstíma.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment

Komst hvorki lönd né strönd í vetrarfærðinni
Innlent

Komst hvorki lönd né strönd í vetrarfærðinni

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng
Innlent

Lögreglan lýsti eftir sex ára dreng

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði
Landið

Kristmundur þiggur starfið sem Úlfar afþakkaði

„Virðist vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“
Innlent

„Virðist vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

Kvartarinn verið ákærður 12 sinnum
Landið

Kvartarinn verið ákærður 12 sinnum

Dularfullt andlát lögreglumanns eftir rassastækkun í rannsókn
Heimur

Dularfullt andlát lögreglumanns eftir rassastækkun í rannsókn

Karlmaðurinn ekki lengur í lífshættu
Landið

Karlmaðurinn ekki lengur í lífshættu

Partýbúðin setur Trump í flokk með trúðum
Innlent

Partýbúðin setur Trump í flokk með trúðum

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva
Fólk

Einstæð móðir í Suður-Afríku breytti lífsýn Sölva

Sjaldgæf innsýn í fjölskyldulíf Meghan og Harrýs
Myndband
Heimur

Sjaldgæf innsýn í fjölskyldulíf Meghan og Harrýs

Meintur móðurmorðingi handtekinn
Heimur

Meintur móðurmorðingi handtekinn

Fordæmir brottvísun fjölskyldu í bréfi til Kristrúnar
Innlent

Fordæmir brottvísun fjölskyldu í bréfi til Kristrúnar

Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Þeir telja leið sína til valda vera að magna upp andúð gegn konum, innflytjendum og menntafólki“
Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi
Myndband
Pólitík

Jón Gnarr fór á kostum á Alþingi

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“
Pólitík

„Evrópustjórnmál eru live-action búningadrama ríka fólksins“

Loka auglýsingu