
Vegur nærri JóhannesarborgMyndin tengist ekki fréttinni beint. Ekki liggur fyrir hvar slysið varð
Mynd: Shutterstock
Vísir greinir frá því að íslenskir ríkisborgarar hefðu lent í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku og að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins sé með málið á sinni könnu.
Um er að ræða íslenska fjölskyldu sem búsett er á Íslandi, samkvæmt heimildum fréttastofu Vísis. Utanríkisráðuneytið staðfestir í svari til Vísis að því sé kunnugt um slysið og að málið sé á borði borgaraþjónustunnar.
Í svarinu segir: „Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um að íslenskir ríkisborgarar hafi lent í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku. Málið er á borði borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið“.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment