1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

3
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

4
Innlent

Stór hluti ákæru felldur niður í máli Shamsudin-bræðra

5
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

6
Innlent

Tíu ára drengur illa útleikinn: „Dekkið hafði verið losað á hjólinu hans“

7
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

8
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

9
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

10
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Til baka

Ísraelar hyggjast stöðva bát aðgerðarsinnanna í nótt

Aðgerðarsinnarnir lofa að halda áfram fram að „síðustu mínútu.“

Gallant
Yoav GallantVarnarmálaráðherra Ísraels fullyrðir að báturinn komist ekki að ströndum Gaza.
Mynd: X-ið

Ísraelski sjóherinn undirbýr nú aðgerðir til að stöðva hjálparskipið Madleen, sem siglir til Gaza með mannúðaraðstoð, að sögn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Áætlað er að skipið verði stöðvað eins langt frá strandlengju Gaza og mögulegt er, í þeirri von að komast hjá beitingu valds.

„Við munum gefa áhöfninni nægan tíma til að snúa við,“ segir í frétt Haaretz. Ef það ber ekki árangur, verði sérsveitarmenn sendir um borð og skipið flutt til hafnar í Ashdod, að sögn háttsetts ísraelsks embættismanns sem ræddi við sjónvarpsstöðina Channel 12.

Skipið Madleen, sem er hluti af Freedom Flotilla Coalition, lagði af stað frá Sikiley í síðustu viku með markmið um að rjúfa hafnarbann Ísraela á Gaza. Um borð eru tólf óvopnaðir aðgerðarsinnar og mannúðarbirgðir á borð við hækjur, ungbarnaformúlur, verkja- og sýklalyf, varning sem Ísrael hefur ekki leyft innflutning á til Gaza.

„Þetta er mannúðarleiðangur sem gerir það sem alþjóðasamfélagið ætti að vera að gera,“ sagði írski leikarinn og aðgerðasinninn Liam Cunningham við Al Jazeera. „Við erum mjög stressuð yfir því hvað Ísraelar ætla sér að gera þegar þeir mæta þeim.“

Rima Hassan, þingmaður á Evrópuþinginu og þátttakandi í leiðangrinum, segir að hópurinn muni ekki gefast upp. „Við verðum virk fram á síðustu stundu, þar til Ísrael sker á tengingar og net,“ sagði hún um borð í skipinu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísrael bregst harkalega við svipuðum leiðöngrum. Í síðasta mánuði var annað skip úr Freedom Flotilla Coalition talið hafa orðið fyrir árás ísraelskra dróna á alþjóðlegu hafsvæði, sem neyddi það til að snúa við. Þá voru tíu aðgerðarsinnar drepnir árið 2010 um borð í bát á vegum samtakanna á leið til Gaza af sérsveitarmönnum Ísraels.

Cunningham gagnrýndi Evrópusambandið harðlega fyrir aðgerðarleysi. „ESB ætti samkvæmt alþjóðalögum að vera að rjúfa umsátrið, en þau gera það ekki. Þau eru að forðast ábyrgð sína og þeirra tími mun koma,“ sagði hann.

Varnarmálaráðherra Ísraels, Yoav Gallant, gaf út skýra viðvörun fyrr í dag: „Snúið við, því þið munuð ekki komast til Gaza.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“
Innlent

Segir lögreglu ætla að kæra: „Veit ekki hvaðan hann hefur þessar upplýsingar“

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann
Menning

Karl Ágúst birti áratugagamalt ljóð sem smellpassar við nútímann

Prís mun ódýrara ári eftir opnun
Peningar

Prís mun ódýrara ári eftir opnun

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði
Innlent

Aðjúnkt við HÍ segir stjórnvöld sitja aðgerðarlaus frammi fyrir þjóðarmorði

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

Atli Vikar er fundinn heill á húfi
Innlent

Atli Vikar er fundinn heill á húfi

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk
Innlent

Sveitarfélögin á svæðinu leggjast gegn flokkun Hamarsvirkjunar í verndarflokk

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu
Menning

Tímabundið skjól – einstök sýning í Bíó Paradís á sjálfstæðisdegi Úkraínu

Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg
Heimur

Ísraelsher eykur loftárásir á Gaza-borg

Sýnir að Netanyahu hefur engan áhuga á vopnahléi, segir ísraelskur dálkahöfundur
Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu
Heimur

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum
Heimur

Brasílískur áhrifavaldur varð fyrir bíl á þjóðveginum

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn
Heimur

Þekktur íssali stunginn til bana fyrir framan bíl sinn

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn
Heimur

Óvíst hvort Ísraelar samþykki vopnahléssamninginn

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu
Heimur

Rannsókn hafin eftir að ungur piltur lést í haldi lögreglu

Loka auglýsingu