1
Innlent

Matvælastofnun biður fólk að borða ekki hvítlauk

2
Heimur

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni

3
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

4
Innlent

Lætur utanríkisráðuneytið heyra það vegna Möggu Stínu

5
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

6
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

7
Landið

Sumarveður í kortunum

8
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

9
Innlent

Óttast aftöku brottvísaðra hjóna frá Íslandi

10
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Til baka

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

„Ferli sem mun líklega vara út ævina“

James Van Der Beek
James Van Der BeekLeikarinn talar opinskátt um baráttu sína við krabbamein
Mynd: TOMMASO BODDI/AFP

Dawson’s Creek-leikarinn James Van Der Beek, sem greindist með þriðja stigs ristil- og endaþarmskrabbamein í ágúst 2023, segir að hann muni líklega berjast við sjúkdóminn það sem eftir er ævinnar.

„Ég er bara á þessari ferð,“ sagði James í viðtali við Today.com sem birt var 30. júlí. „Þetta er ferli. Það verður líklega ferli það sem eftir er lífs míns.“

Leikarinn, sem er 48 ára, segir að lífið með krabbameini sé eins og „fullt starf“ og að hann hafi þurft að breyta mataræði og hreyfingarvenjum til að gæta heilsunnar.

Það mikilvægasta fyrir James núna er, að hans sögn, að finna „fegurðina í því að taka hlutina aðeins hægar, forgangsraða hvíld og leyfa því að vera aðalstarfið.“

Stjarnan úr Varsity Blues hvetur jafnframt aðra til að fara í ristilkrabbameinsskimun. Hann bendir á að þegar hann fór í sína skimun 46 ára, þá vissi hann ekki að aldurinn til skimunar hefði verið lækkaður í 45 ár.

„Ég hélt að ég væri löngu á undan,“ útskýrði hann. „Ég borðaði eins hollt og ég gat. Ég var hraustur og í frábæru formi. Það var engin ástæða í mínum huga til að ég myndi fá jákvæða greiningu.“

James, sem á börnin Olivia (14), Joshua (13), Annabel (11), Emilia (9), Gwendolyn (7) og Jeremiah (3) með eiginkonu sinni Kimberly Van Der Beek, segir að daglegt líf sé að færast í eðlilegt horf með því að snúa aftur fyrir framan myndavélina í væntanlegu Legally Blonde-þáttaröðinni, sem nefnist Elle.

„Það besta við vinnuna er að krabbameinið er ekki til á milli ‘Action’ og ‘Cut’,“ sagði hann. „Það var gaman að detta inn í þetta og njóta þess, því hópurinn er frábær, framleiðslan glæsileg og allir þarna eru virkilega hæfileikaríkir.“

Síðan hann greindi fyrst frá sjúkdómnum í nóvember 2024 hefur James verið opinskár um erfiðleikana sem fylgdu.

„Ég varð að horfast í augu við dauðann,“ skrifaði hann á Instagram í mars. „Ég fór í meðferð langt frá heimilinu og gat ekki lengur verið hjálplegur eiginmaður. Ég gat ekki lengur verið faðir sem tók upp börnin sín, setti þau í rúmið og var til staðar fyrir þau. Ég gat ekki verið fyrirvinna fjölskyldunnar því ég var ekki að vinna.“

Hann segir þó að í myrkrinu hafi hann fundið ljós.

„Ég fór í hugleiðslu og fékk svarið. Ég er verðugur kærleika Guðs, einfaldlega af því að ég er til. Og ef ég er verðugur kærleika Guðs, ætti ég ekki líka að vera verðugur eigin kærleika? Og sama gildir um þig.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

Prófessor dáist að alúð og hæfni starfsfólks á Landspítala eftir eigin sjúkrahúsdvöl
Palestínumenn eru þakklátir Möggu Stínu
Innlent

Palestínumenn eru þakklátir Möggu Stínu

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó
Heimur

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó

Fáir hundar í Reykjavík löglega skráðir
Innlent

Fáir hundar í Reykjavík löglega skráðir

Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum
Heimur

Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna
Heimur

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi
Myndir
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

Blys, málning og brotnar trommur á mótmælunum
Myndir
Innlent

Blys, málning og brotnar trommur á mótmælunum

Logi vill finna næsta Ara Eldjárn
Innlent

Logi vill finna næsta Ara Eldjárn

Heimur

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó
Heimur

Nakin lík fimm manna fundust í Púertó Ríkó

Lögreglan útilokar ekkert í málinu
Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni
Heimur

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni

Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum
Heimur

Sérfræðingur SÞ segir handtöku Möggu Stínu og félaga hennar brot á alþjóðalögum

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna
Heimur

Meðlimur í sænskum tálbeituhópi grunaður um upptöku í sturtuklefa stúlkna

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

Hundur bjargaði ömmu
Myndband
Heimur

Hundur bjargaði ömmu

Loka auglýsingu