1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

3
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

4
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

5
Pólitík

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook

6
Innlent

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið

7
Innlent

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals

8
Innlent

Notuðu harðfisk til að ná ketti út úr Tezlu-bifreið

9
Innlent

Lögreglan í Búlgaríu leitar Íslendings á fimmtugsaldri

10
Innlent

Þorgerður Katrín fordæmir árásina á blaðamennina og íhugar refsiaðgerðir

Til baka

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

„Ferli sem mun líklega vara út ævina“

James Van Der Beek
James Van Der BeekLeikarinn talar opinskátt um baráttu sína við krabbamein
Mynd: TOMMASO BODDI/AFP

Dawson’s Creek-leikarinn James Van Der Beek, sem greindist með þriðja stigs ristil- og endaþarmskrabbamein í ágúst 2023, segir að hann muni líklega berjast við sjúkdóminn það sem eftir er ævinnar.

„Ég er bara á þessari ferð,“ sagði James í viðtali við Today.com sem birt var 30. júlí. „Þetta er ferli. Það verður líklega ferli það sem eftir er lífs míns.“

Leikarinn, sem er 48 ára, segir að lífið með krabbameini sé eins og „fullt starf“ og að hann hafi þurft að breyta mataræði og hreyfingarvenjum til að gæta heilsunnar.

Það mikilvægasta fyrir James núna er, að hans sögn, að finna „fegurðina í því að taka hlutina aðeins hægar, forgangsraða hvíld og leyfa því að vera aðalstarfið.“

Stjarnan úr Varsity Blues hvetur jafnframt aðra til að fara í ristilkrabbameinsskimun. Hann bendir á að þegar hann fór í sína skimun 46 ára, þá vissi hann ekki að aldurinn til skimunar hefði verið lækkaður í 45 ár.

„Ég hélt að ég væri löngu á undan,“ útskýrði hann. „Ég borðaði eins hollt og ég gat. Ég var hraustur og í frábæru formi. Það var engin ástæða í mínum huga til að ég myndi fá jákvæða greiningu.“

James, sem á börnin Olivia (14), Joshua (13), Annabel (11), Emilia (9), Gwendolyn (7) og Jeremiah (3) með eiginkonu sinni Kimberly Van Der Beek, segir að daglegt líf sé að færast í eðlilegt horf með því að snúa aftur fyrir framan myndavélina í væntanlegu Legally Blonde-þáttaröðinni, sem nefnist Elle.

„Það besta við vinnuna er að krabbameinið er ekki til á milli ‘Action’ og ‘Cut’,“ sagði hann. „Það var gaman að detta inn í þetta og njóta þess, því hópurinn er frábær, framleiðslan glæsileg og allir þarna eru virkilega hæfileikaríkir.“

Síðan hann greindi fyrst frá sjúkdómnum í nóvember 2024 hefur James verið opinskár um erfiðleikana sem fylgdu.

„Ég varð að horfast í augu við dauðann,“ skrifaði hann á Instagram í mars. „Ég fór í meðferð langt frá heimilinu og gat ekki lengur verið hjálplegur eiginmaður. Ég gat ekki lengur verið faðir sem tók upp börnin sín, setti þau í rúmið og var til staðar fyrir þau. Ég gat ekki verið fyrirvinna fjölskyldunnar því ég var ekki að vinna.“

Hann segir þó að í myrkrinu hafi hann fundið ljós.

„Ég fór í hugleiðslu og fékk svarið. Ég er verðugur kærleika Guðs, einfaldlega af því að ég er til. Og ef ég er verðugur kærleika Guðs, ætti ég ekki líka að vera verðugur eigin kærleika? Og sama gildir um þig.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Fjölskyldur gísla saka stjórn Netanyahu um að velja stríð fram yfir líf þeirra
Heimur

Fjölskyldur gísla saka stjórn Netanyahu um að velja stríð fram yfir líf þeirra

Móðir eins gíslanna ætlar að kæra Netanyahu fyrir morð verði sonur hennar drepinn
Lögreglan í Búlgaríu leitar Íslendings á fimmtugsaldri
Innlent

Lögreglan í Búlgaríu leitar Íslendings á fimmtugsaldri

Þorgerður Katrín fordæmir árásina á blaðamennina og íhugar refsiaðgerðir
Innlent

Þorgerður Katrín fordæmir árásina á blaðamennina og íhugar refsiaðgerðir

Notuðu harðfisk til að ná ketti út úr Tezlu-bifreið
Innlent

Notuðu harðfisk til að ná ketti út úr Tezlu-bifreið

Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ
Mannlífið

Bæjarhátíðin Í túninu heima stendur með miklum blóma í Mosfellsbæ

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook
Pólitík

Björn Leví og Einar Þorsteinsson rökræddu um brandara á Facebook

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið
Myndir
Innlent

Palestínski fáninn dreginn að húni við utanríkisráðuneytið

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals
Innlent

Ökumaður stöðvaður vegna gruns um skjalafals

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Engin svör berast frá utanríkisráðherra
Innlent

Engin svör berast frá utanríkisráðherra

Heimur

Fjölskyldur gísla saka stjórn Netanyahu um að velja stríð fram yfir líf þeirra
Heimur

Fjölskyldur gísla saka stjórn Netanyahu um að velja stríð fram yfir líf þeirra

Móðir eins gíslanna ætlar að kæra Netanyahu fyrir morð verði sonur hennar drepinn
Pauly Shore greindist með æxli í brisi
Myndband
Heimur

Pauly Shore greindist með æxli í brisi

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum
Heimur

Orðrómur um andlát Trump fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu
Heimur

Bruce Willis og frú búa á sitthvoru heimilinu

Loka auglýsingu