Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að setja í gang stefnumótunarvinnu um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi og eflingu samkeppnishæfis Íslands sem jarðhitaríkis.
Bjarna Pálsson, forseti Alþjóðajarðhitasambandsins og framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun, mun leiða stefnumótunarvinnu og gegna formennsku í sérfræðingahópi sem ráðherra skipaði í vikunni.
„Í hópnum sem móta á tillögur að jarðhitavísi sitja jafnframt Auður Agla Óladóttir jarðfræðingur hjá ÍSOR, Sigurður H. Markússon leiðtogi djúpnýtingar hjá Orkuveitunni, Elena Dís Víðisdóttir verkefnastjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, Finnur Sveinsson viðskiptastjóri sjálfbærni hjá HS orku og María Erla Marelsdóttir, sendiherra hjá Þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins,“ segir í tilkynningu um málið frá stjórnarráðinu.
„Hvergi í heiminum leikur jarðhiti eins mikilvægt hlutverk og á Íslandi. Við höfum náð ótrúlegum árangri á sviði jarðhitanýtingar, en það sem hefur vantað sárlega er strategía og stefna, skýr áætlun fram veginn um hvernig við getum styrkt samkeppnishæfni okkar enn frekar. Ef við erum værukær og hættum að hugsa stórt eins og fyrri kynslóðir gerðu, þá glötum við forskotinu,“ sagði Jóhann Páll um hópinn.


Komment