1
Minning

Magnús Kristinn Eyjólfsson, landsliðsþjálfari í kata, látinn 54 ára að aldri

2
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

3
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

4
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

5
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

6
Innlent

„Ég get skellt mér í Kópavogslaug og kallað mig Keikó en það gerir mig ekki að hval”

7
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

8
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

9
Mannlífið

Opnunarveisla Bryggjuhússins að hefjast

10
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Til baka

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

„Það þætti ykkur nú gaman! að fá að djöflast aðeins í ræflinum mér.“

stefan-jongnarr
Stefán E. og Jón GnarrStefán segir aðeins hafa verið að gantast.
Mynd: Samsett

Jón Gnarr afþakkaði boð Stefáns E. Stefánssonar um að mæta Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur í Spursmálum. Stefán sagðist þó hafa verið að grínast.

Mannlíf sagði frá Facebook-færslu þingmannsins Jóns Gnarr á dögunum en þar benti hann á að Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS, hafi mætt í viðtal um veiðigjaldið hjá Vísi en hún er einnig stjórnarmeðlimur Sýnar, sem á Vísi. Í kjölfar færslunnar brugðust sumir ókvæða við í athugasemdum, þar á meðal Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem sakaði Jón um aðför að lýðræðinu, með færslu sinni.

Blaðamaðurinn og siðfræðingurinn Stefán E. Stefánsson, sem hefur verið í vandræðum með að finna viðmælendur í þátt sinn Spursmál á mbl.is, að undanförnu, skrifaði einnig athugasemd og bíður Jón í þáttinn:

„Jæja Jón Gnarr. Nú er ekki annað að gera en að mæta Heiðrúnu Lind í Spursmálum. Hvorugt ykkar situr í stjórn Árvakurs þótt þar væruð þið efalaust þyngdar ykkar virði í gulli.“

Stefán bætti síðan við athugasemd: „Jón Gnarr sæki þig í Paulsen, Skeifunni 2 kl 8:00 á fimmtudagsmorgun.“

Jón Gnarr svaraði Stefáni að bragði en hann var hreint ekki á því að þiggja boð siðfræðingsins.

„Það þætti ykkur nú gaman! að fá að djöflast aðeins í ræflinum mér. Hún gæti hrifið mig með talnaspeki sinni og þú tekið undir, milli þess sem þú sakaðir mig um aðför gegn lýðræði. Svo gætir þú spilað einhvern gamlan skets með mér. Ég ætla því að fá að afþakka þetta góða en samt fyrirsjáanlega boð. Fáðu frekar einhvern sem er með eitthvað bitastætt og bragðgott til að troða uppí þig. Nolite te bastardes carborundorum.“

Gervilatínan sem Jón skrifaði í lok svarsins merkir í lauslegri þýðingu „Láttu ekki óþokkana mala þig niður“ og er þekkt úr skáldsögunni The Handmaid’s Tale eftir Margaret Atwood, þar sem hún birtist sem leynilegt mótstöðuslagorð. Hún hefur orðið vinsæl sem hvatningarorð gegn kúgun og óréttlæti, þrátt fyrir að vera málfræðilega röng latína.

Stefán svaraði Jóni og sagðist bara hafa verið að grínast.

„Ég var nú bara að grínast líka. Myndi ekki nenna að ræða kvótakerfið við þig. Okkar slóðir liggja saman annarsstaðar. En, hvar er þitt fólk, sem allt þykist vita um þessi mál? Af hverju þora þeir miklu meistarar ekki að rökræða þessi mál?

Varla geta rökin verið þau að ég sé ómálefnalegur. Ef svo væri, væri sigur þeirra í kappræðunum vís. Ekki satt?“

Enn bíður siðfræðingurinn eftir svari frá Gnarr.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Á nokkurn sakaferil að baki
Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins
Innlent

Kona handtekin vegna hraðbankaránsins

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“
Innlent

„Markmiðið að stjórnvöld séu meðvituð um hvaða áhrif ákvarðanir þeirra hafa“

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi
Myndir
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu