1
Heimur

Kona alvarlega slösuð eftir fall af brú á Tenerife

2
Innlent

Ótrúlegt atvik náðist á myndband við Spöngina

3
Minning

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá

4
Innlent

Fluttur á bráðamóttöku eftir slys í Grafarvogi

5
Heimur

Fimm úr tálbeituhópi dæmdir fyrir alvarlega líkamsárás

6
Peningar

ELKO hefur lánastarfsemi

7
Innlent

Einn slasaður eftir að grýlukerti féll á höfuð hans

8
Innlent

Ljóshærð kona dæmd fyrir rangar sakagiftir

9
Minning

Erna María Ragnarsdóttir er látin

10
Heimur

Áttræð kona sem skemmtiferðaskip skildi eftir á eyju fannst látin

Til baka

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

„Það þætti ykkur nú gaman! að fá að djöflast aðeins í ræflinum mér.“

stefan-jongnarr
Stefán E. og Jón GnarrStefán segir aðeins hafa verið að gantast.
Mynd: Samsett

Jón Gnarr afþakkaði boð Stefáns E. Stefánssonar um að mæta Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur í Spursmálum. Stefán sagðist þó hafa verið að grínast.

Mannlíf sagði frá Facebook-færslu þingmannsins Jóns Gnarr á dögunum en þar benti hann á að Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS, hafi mætt í viðtal um veiðigjaldið hjá Vísi en hún er einnig stjórnarmeðlimur Sýnar, sem á Vísi. Í kjölfar færslunnar brugðust sumir ókvæða við í athugasemdum, þar á meðal Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem sakaði Jón um aðför að lýðræðinu, með færslu sinni.

Blaðamaðurinn og siðfræðingurinn Stefán E. Stefánsson, sem hefur verið í vandræðum með að finna viðmælendur í þátt sinn Spursmál á mbl.is, að undanförnu, skrifaði einnig athugasemd og bíður Jón í þáttinn:

„Jæja Jón Gnarr. Nú er ekki annað að gera en að mæta Heiðrúnu Lind í Spursmálum. Hvorugt ykkar situr í stjórn Árvakurs þótt þar væruð þið efalaust þyngdar ykkar virði í gulli.“

Stefán bætti síðan við athugasemd: „Jón Gnarr sæki þig í Paulsen, Skeifunni 2 kl 8:00 á fimmtudagsmorgun.“

Jón Gnarr svaraði Stefáni að bragði en hann var hreint ekki á því að þiggja boð siðfræðingsins.

„Það þætti ykkur nú gaman! að fá að djöflast aðeins í ræflinum mér. Hún gæti hrifið mig með talnaspeki sinni og þú tekið undir, milli þess sem þú sakaðir mig um aðför gegn lýðræði. Svo gætir þú spilað einhvern gamlan skets með mér. Ég ætla því að fá að afþakka þetta góða en samt fyrirsjáanlega boð. Fáðu frekar einhvern sem er með eitthvað bitastætt og bragðgott til að troða uppí þig. Nolite te bastardes carborundorum.“

Gervilatínan sem Jón skrifaði í lok svarsins merkir í lauslegri þýðingu „Láttu ekki óþokkana mala þig niður“ og er þekkt úr skáldsögunni The Handmaid’s Tale eftir Margaret Atwood, þar sem hún birtist sem leynilegt mótstöðuslagorð. Hún hefur orðið vinsæl sem hvatningarorð gegn kúgun og óréttlæti, þrátt fyrir að vera málfræðilega röng latína.

Stefán svaraði Jóni og sagðist bara hafa verið að grínast.

„Ég var nú bara að grínast líka. Myndi ekki nenna að ræða kvótakerfið við þig. Okkar slóðir liggja saman annarsstaðar. En, hvar er þitt fólk, sem allt þykist vita um þessi mál? Af hverju þora þeir miklu meistarar ekki að rökræða þessi mál?

Varla geta rökin verið þau að ég sé ómálefnalegur. Ef svo væri, væri sigur þeirra í kappræðunum vís. Ekki satt?“

Enn bíður siðfræðingurinn eftir svari frá Gnarr.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar
Innlent

Líkamsárásin á barnaníðinginn komin til ákærusviðs lögreglunnar

Maðurinn hefur ekki enn flutt í íbúðina sem honum var úthlutað
Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis
Innlent

Reykvíkingur bjó til rými undir húsi til að rækta kannabis

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum
Landið

Rjúpnaskyttur skutu úr byssum nærri sumarbústöðum

Einstök Vesturbæjarperla til sölu
Myndir
Fólk

Einstök Vesturbæjarperla til sölu

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía
Heimur

Sundurskotið lík Breta fannst á eyjunni Sankti Lúsía

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum
Heimur

Eiginkona bresks blaðamanns krefst lausnar hans í Bandaríkjunum

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð
Innlent

Hvetur dómsmálaráðherra til að sýna mannúð

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára
Innlent

Vændisbrotum fjölgar verulega milli ára

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur
Fólk

Hið illa Keisaraveldi hjálpaði til við snjómokstur

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“
Fólk

„Enginn nennir lengur að drekka með mér og hlusta á gamlar lygasögur af lífinu til sjós“

Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann
Pólitík

Jóhann Páll skipar nýjan formann

Nú hitnar í kolunum hjá Íslendingum
Ágústa hjólar í Eld Smára
Pólitík

Ágústa hjólar í Eld Smára

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála
Pólitík

Steinunn Ólína gagnrýnir „regluleik“ íslenskra stjórnmála

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands
Pólitík

Smári gagnrýnir innflutning „Trumpisma og anti-woke“ stefnu til Íslands

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“
Pólitík

„Mér finnst löngu tímabært að hætta að banna veðmálastarfsemi“

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun
Pólitík

Gadzhi frá Dagestan skrifar Kristrúnu eftir brottvísun

Loka auglýsingu