1
Innlent

Ólöglegur leigubílstjóri gripinn glóðvolgur

2
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

3
Leiðari

Þjóðarklofningur

4
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

5
Heimur

Áhorfendur féllu úr stúku

6
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

7
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

8
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

9
Heimur

Trump vill núna MIGA

10
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Til baka

Heiðrún Lind svarar Jóni Gnarr fullum hálsi

„Hver er nákvæmlega punkturinn þinn?“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Heiðrún Lind MarteinsdóttirHeiðrún er ekki sátt við færslu þingmannsins.
Mynd: Heiða Helgadóttir

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS svarar Jóni Gnarr fullum hálsi í athugasemd við Facebook-færslu þingmannsins.

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar skrifaði Facebook-færslu í dag þar sem hann bendir á að Vísir birti ýtarlegt viðtal við framkvæmdarstjóra SFS og að hún eigi einmitt sæti í stjórn Sýnar sem á Vísi.

„Fyrsta frétt á Vísi. Ýtarlegt viðtal við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS um veiðigjöld.

Heiðrún situr í stjórn Sýnar sem er fyrirtækið sem á og rekur Vísi.“

Ekki leið á löngu þar til Heiðrún Lind svarar Jóni fullum fetum í athugasemd en henni var alls ekki skemmt. Spyr hún Jón hver punktur hans sé og spyr hvar SFS eigi að fá að koma sínum athugasemdum á framfæri ef ekki í viðtölum og með auglýsingum, sem Jón gagnrýndi á dögunum.

„Hver er nákvæmlega punkturinn þinn? Er það sumsé ekki vel séð hjá þér að tekið sé við mig viðtal vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjaldi því ég sit í stjórn Sýnar í umboði hluthafa þess félags? Skemmst er síðan að minnast þess að þú virtist líka sofa illa yfir auglýsingum SFS. Það væri áhugavert að heyra hvernig þér þykir þóknanlegt að við fáum að koma athugasemdum heillar atvinnugreinar á framfæri, ef viðtöl í tilgreindum miðlum og auglýsingar með tilgreindum leikurum eru illa séð. Skeytaþjónusta Póstsins? Nei að öllu gamni slepptu, viltu ekki frekar ræða efni málsins, fyrirvaralausa tvöföldun veiðigjalds?“

Að lokum spyr Heiðrún spurninga sem hún vill fá svör við, um norsku leiðina sem hún segir ríkisstjórnina ætla að fara.

„Hefurðu svör við því hvers vegna okkur tekst ekki að selja makríl í neinum mæli til Asíu, eins og Norðmenn? Hefurðu svör við því hvers vegna Norðmenn flytja þorsk og ýsu að miklu leyti óunnið úr landi til láglaunalanda eins og Póllands? Það væri gott að heyra meira um þetta, úr því þið eruð að fara þessa norsku leið.“

Jón hefur ekki enn svarað en það gerði hins vegar Brynjar nokkur með föstu skoti: „Úff það átakanlegt að lesa þetta. Mér sýnist að gröfin sé orðin djúp og þér sé óhætt að hætta að moka.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Veðurstofan
Innlent

Litlar breytingar á stöðu veðrakerfa í þessari viku

Íslendinga er farið að þyrsta í bjart og sólríkt og heitt veður en það er ekki í kortunum að þessu sinni
Laugardalur Langholtsvegur 2
Innlent

Annað innbrot í Laugardalnum

Brúður Myrt
Heimur

Brúður myrt í eigin brúðkaupi í Frakklandi

Unglingar Ohio
Myndband
Heimur

Unglingsdrengur skotinn í Ohio

Elísabet Ólafsdóttir Geislavarnir ríkisins
Innlent

Geislavirkir límmiðar í umferð

Albert Guðmundsson
Nærmynd
Sport

Umdeildasta stjarna íslenska knatt­spyrnu­lands­liðsins

Kristrún Frostadóttir
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Þjóðarklofningur

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Maðurinn kominn í leitirnar

Stefán Pálsson sagnfræðingur
Innlent

Stefán telur öruggt að hundsbitum muni fjölga

laugavegur fólk reykjavík
Innlent

20% landsmanna með erlent ríkisfang

Peningar

IKEA er gríðarlega vinsæl verslun
Peningar

IKEA innkallar vinsæla hvítlaukspressu

Leyndur framleiðslugalli fannst
Raforka
Peningar

Dreifi­kostnaður heim­ila hækkað um 14%

Sveinn Sölvason Össur
Peningar

Móðurfélag Össurar fær sjö milljarða lánaða

Viðar G
Peningar

Leigir út 56 stúdíóíbúðir og hagnast vel: „Davíð Oddsson úthlutaði mér lóð“

Herdís Dröfn
Peningar

Verð á enska boltanum tilkynnt í júlí

Súkkulaði
Peningar

Súkkulaði hækkar enn í verði

Loka auglýsingu