
Jón Gnarr, leikari og þingmaður Viðreisnar, fór á kostum á Alþingi þegar hann gerði sér lítið fyrir og fór með Dvergatal úr Völuspá, í heild sinni.
Tilefni ræðu Jóns Gnarr var það að hann hefur nú lagt fram frumvarp um breytingu á mannanafnalögum en markmið þess er að leyfa einstaklingum að taka upp ættarnöfn og auka heimildir mannanafnanefndarinnar til að samþykkja nöfn.
Í fjölmörg ár átti Jón í hálfgerðu stríði við mannanafnanefndina, sem vildi ekki leyfa honum að taka upp nafnið Gnarr, í stað Gunnars. Að endingu snéri Jón á nefndina og lét breyta nafninu í Bandaríkjunum, sem sagt fór út sem Jón Gunnar en kom til baka sem Jón Gnarr.
Eins og áður segir fór Jón á kostum í ræðu sinni þar sem hann flutti Dvergatal úr Völuspá í heild sinni en það er oft talið elsta íslenska nafnaskráin.
Í lok ræðu sinnar talar Jón um sitt uppáhalds dverganafn úr Völuspá. Gefum honum orðið:
„Ég á mér uppáhalds nafn, uppáhalds dverg. Og það er Dólgþrasir. Ég held að það fengist nú seint viðurkennt sem mannsnafn samt. En ég held að Dólgsþrasir væri til dæmis efni í mjög góðan þingmann. Hann bæði getur verið þrasgjarn og með dólg.“
@vidreisn Við treystum þér fyrir þínu nafni 🧡 Jón Gnarr lagði fram frumvarp um breytingu á mannanafnalögum. Markmið frumvarpsins er að heimila einstaklingum að taka upp ættarnöfn og auka heimildir mannanafnanefndar til að samþykkja nöfn. Í ræðu sinni fór Jón með Dvergatal út Völuspá af mikilli snilld. Það er oft talið vera elsta íslenska nafnaskráin og því við hæfi að fara yfir það hér. Mælum með að hlusta á allan flutninginn. #viðreisn #íslenskt #fyp #alþingi ♬ original sound - Viðreisn
Komment