
hOffmanHljómsveitinni hefur borist liðstyrkur.
Mynd: Aðsend
Karl Ágúst Guðmundsson, þekktur úr hljómsveitunum Kolrössu og Sororicide, hefur nú tekið við trommusettinu hjá rokkhljómsveitinni hOFFMAN og leysir þar af hólmi Magna Frey.
Í dag, 1. maí gefur hOFFMAN út glænýtt lag, „90 Years“, sem verður hluti af væntanlegri plötu þeirra, sem kemur út síðar á árinu. Sveitin hefur síðustu misseri verið önnum kafin við að semja nýtt efni fyrir plötuna, sem inniheldur lög bæði á íslensku og ensku.
Næst stígur hOFFMAN á svið þann 10. maí á Dillon, þar sem þeir munu frumflytja nýtt efni ásamt vel völdum eldri lögum, nú með Kalla á trommum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment