Hedri Kastrioti hefur verið dæmdur af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómurinn var birtur fyrir stuttu.
Hann var ákærður fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots, með því að hafa föstudaginn 10. nóvember 2023, á bifreiðastæði í Kópavogi, reynt að taka á móti og varsla samtals 15.060,00 grömmum af maríhúana, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni, þegar hann tók við farangurstösku af sænsku manni. Lögregla hafði áður lagt hald á efnin og fjarlægt þau úr farangurstöskunni sem sá sænski kom með til landsins fyrr sama dag sem farþegi með flugi frá Kaupmannahöfn, Danmörku, en efnin voru í tveimur pakkningum í ferðatösku hennar.
Hedri Kastrioti játaði brot sitt. Hann gekkst undir greiðslu sektar og sviptingu ökuréttar með lögreglustjórasátt 4. maí 2022 vegna brota gegn umferðarlögum en það hafði ekki áhrif á þennan dóm. Þá skammaði dómarinn lögreglu fyrir að vera lengi að gefa út ákæru í málinu.
Kastrioti var dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sá dómur er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns. Sú upphæð nemur 267.840 krónum að meðtöldum virðisaukaskatti.

Komment