
Karlmaður úr Reykjavíkur hefur verið dæmdur fyrir líkamsárás á Ísafirði en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa aðfaranótt laugardagsins 8. apríl 2023, á skemmtistað á Ísafirði, slegið mann með glerflösku í höfuðið, með þeim afleiðingum að hann hlaut 1 sm langan V-laga skurð á enni og punktblæðingar á kinnar og höku.
Karlmaðurinn játaði brot sitt. „Þá voru lögð fram gögn af hálfu ákærða um að hann hefur farið í meðferð vegna vímuefnafíknar og hafið nám að nýju og virðist einbeittur í að snúa lífi sínu til betri vegar,“ stendur með annars í dómnum. Þá hefur hann margoft gerst sekur um refsivert athæfi áður.
Maðurinn var dæmdur í níu mánaða fangelsi og er dómurinn skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment