1
Innlent

Matvælastofnun biður fólk að borða ekki hvítlauk

2
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

3
Heimur

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni

4
Innlent

Lætur utanríkisráðuneytið heyra það vegna Möggu Stínu

5
Landið

MAST tekur fé bónda á Úthéraði

6
Innlent

Aðalheiður segir Hreyfil hafa brugðist konum

7
Skoðun

Framhaldssaga „Hestanna í Borgarnesi”

8
Peningar

Veglegur hagnaður hjá Gömlu lauginni

9
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

10
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

Til baka

Kínverskt gervihunang flæðir inn í Evrópu

Svikahrappar gerast æ kræfari í svikum sínum

Hunang
Hunang?Nærri helmingur innflutts hunangs til Evrópu er svikavara
Mynd: Valentyn Volkov/Shutterstock

Rannsóknir benda til þess að allt að helmingur þess hunangs sem flutt er inn til Evrópu sé falsað. Svik í hunangsframleiðslu eru sögð valda verðfalli, veikja stöðu býflugnaræktunar og grafa undan verndun býflugna á heimsvísu. Þetta kemur fram í frétt Bændablaðsins.

Stærstur hluti svikna hunangsins kemur frá Kína, þar sem bæði er selt innanlands og flutt út í gríðarlegu magni. Þriðjungur alls útflutts hunangs í heiminum er kínverskur, en einnig er bent á Tyrkland og Víetnam sem uppsprettur svika. Talið er að þetta hunang lendi víða í stórmörkuðum sem ódýrara „blönduhunang“.

Óhreinindi og eiturefni

Franskur rannsóknarhópur sem skoðaði kínverskt hunang í matvöruverslunum fann í mörgum tilfellum sykur, maíssíróp, rófumelassa og jafnvel dýraleifar, auk efna og eiturefna. Vatnsmagn var hátt og í sumum tilvikum hafði hunangið verið tekið of snemma, áður en það náði fullum þroska.

Svipuð niðurstaða fékkst í rannsóknum í Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, á Spáni og á Indlandi, sem öll eru stór innflutningslönd kínversks hunangs.

Frakkar í fararbroddi

Frakkland á sér sterka hefð í hunangsframleiðslu, en neytendur þar hafa lengi kvartað yfir röngum upprunamerkingum. Svik hafa meðal annars falist í því að kínverskt eða spænskt hunang er selt sem franskt, eða að ódýr blandað hunang er merkt sem akasíuhunang.

Le Monde greindi frá því að samkvæmt úttekt framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá 2023 reyndist allt að helmingur innflutts hunangs til Evrópu falsað. Í um 74% tilfella kínversks hunangs og nær öllum tyrkneskum sýnum komu í ljós vörusvik.

Vaxandi vandamál

Samkvæmt nýjustu tölum er næstum helmingur hunangs sem fluttur er inn til Evrópu utan álfunnar blandaður með sykursírópi úr hrísgrjónum, hveiti eða sykurrófum. Í sýnatöku á 320 lotum reyndust 46% falsaðar. Árið 2015 var hlutfallið aðeins 14%, sem sýnir að vandinn hefur stóraukist.

Evrópa er næststærsti innflytjandi hunangs í heiminum, með um 175 þúsund tonn á ári. Á Íslandi var flutt inn tæplega hálft tonn á árunum 2023 til júní 2025, þar af rúm 69 tonn frá Kína, eða um 16%.

Svikaraðferðir sífellt útsmognari

Honey Authenticity Network (HAN) segir að svikarar hafi þróað tæknina hraðar en hefðbundnar greiningaraðferðir ráði við. Algengt sé að bæta maíssírópi eða sykurreyr í hunang, en nýjar aðferðir gera einnig mögulegt að fela síróp úr hrísgrjónum og hveiti.

Frjókorn, ensím og amínósýrur sem ættu að vera í hunangi eru jafnvel bætt í tilbúnar blöndur til að villa um fyrir prófunum. Þar sem tonnið af hreinu hunangi kostar um 3.000 Bandaríkjadali en síróp sex sinnum minna, er svikin afar arðbær viðskipti.

Aðgerðir Evrópusambandsins

Þrátt fyrir aukið eftirlit hefur ekki tekist að stöðva innflutning falsaðs hunangs. Nýjar reglur tóku gildi í nóvember 2024 sem kveða á um strangara skráningar- og eftirlitsferli fyrir innflutning frá ríkjum utan Evrópusambandsins.

Á Íslandi hefur Neytendasamtökunum ekki borist formlegar kvartanir um svikið hunang, en samt er ljóst að vandamálið er alþjóðlegt og aðgengilegt ódýrt hunang getur sett álag á markaðinn.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

Réttað yfir eltihrelli sem þóttist vera hin týnda Maddie
Mótmæltu í húsi utanríkisráðuneytisins
Myndir
Innlent

Mótmæltu í húsi utanríkisráðuneytisins

18 hundsbit í Reykjavík á árinu
Innlent

18 hundsbit í Reykjavík á árinu

Hundur bjargaði ömmu
Myndband
Heimur

Hundur bjargaði ömmu

Óttast aftöku brottvísaðra hjóna frá Íslandi
Innlent

Óttast aftöku brottvísaðra hjóna frá Íslandi

Huggulegt einbýli á Hverfisgötu til sölu
Fólk

Huggulegt einbýli á Hverfisgötu til sölu

Lætur utanríkisráðuneytið heyra það vegna Möggu Stínu
Myndband
Innlent

Lætur utanríkisráðuneytið heyra það vegna Möggu Stínu

Matvælastofnun biður fólk að borða ekki hvítlauk
Innlent

Matvælastofnun biður fólk að borða ekki hvítlauk

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum tilnefndur til verðlauna
Landið

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum tilnefndur til verðlauna

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni
Heimur

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni

Aðalmeðferð í máli Elds gegn RÚV hafin
Innlent

Aðalmeðferð í máli Elds gegn RÚV hafin

Spyr hvort eðlilegt sé að refsa aðgerðasinnum en hundsa brot Ísraels
Innlent

Spyr hvort eðlilegt sé að refsa aðgerðasinnum en hundsa brot Ísraels

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum
Heimur

Faðir Madeleine brast í grát í réttasalnum

Réttað yfir eltihrelli sem þóttist vera hin týnda Maddie
„Ég skal ekki senda fleiri dróna“
Heimur

„Ég skal ekki senda fleiri dróna“

Hundur bjargaði ömmu
Myndband
Heimur

Hundur bjargaði ömmu

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni
Heimur

Systir Dolly Parton biður aðdáendur að biðja fyrir henni

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife
Heimur

Þjófagengi á vinsælasta flugvelli Tenerife

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí
Heimur

Aldraður karlmaður drukknaði á Salinetas-ströndinni á Kanarí

Loka auglýsingu