
Nokkuð rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á jólanótt en frá klukkan 17:00 í gær til 05:00 í morgun voru alls 31 mál bókuð í kerfum lögreglunnar. Tveir einstaklingar gista fangaklefa þegar þetta er ritað. Hér má sjá nokkur dæmi um verkefni lögreglunnar.
Lögreglan á Hverfisgötu var kölluð á hótel vegna óvelkomins einstaklings. Hafði hann gert sér lítið fyrir og komið sér fyrir á háalofti hótelsins.
Sömu lögreglu barst tilkynning um einstakling sem hafði verið barinn í höfuðið með glasi. Var sá slasaði fluttur á Bráðamóttökuna til skoðunar en ekki er vitað um alvarleika áverkanna. Var einn aðili handtekinn grunaður í málinu og er sá vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Lögreglunni á Hverfisgötu barst einnig tilkynning um foktjón eftir að grindverk fauk út á akbraut. Var grindverkið fjarlægt og reynt að skorða það svo það væri ekki aftur af stað.
Lögreglan sem sinnir útköllum í Kópavogi og Breiðholti barst tilkynning um umferðaróhapp þar sem ekið var á kyrrstæðan bíl. Var ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og er vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Komment