
HvolsvöllurMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Steinninn/Wikipedia
Kona á fertugsaldri lést í alvarlegu slysi á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember, þegar ekið var yfir hana á vörubíl. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og er rannsakað sem slys.
Í samtali við fréttastofu Vísis staðfesti Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, að lögreglu hafi borist útkall skömmu fyrir miðnætti á þriðjudag. Konan var flutt á sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hún var síðar úrskurðuð látin.
Nánari upplýsingar um atvik málsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en ekki hefur neinn verið handtekinn vegna þess.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment