65 ára kona lést eftir að hafa drukknað á Playa del Inglés, á suðurhluta Kanarí, á mánudaginn að sögn yfirvalda.
Slökkviliðsmenn náðu konunni úr sjónum eftir að hún fannst í hjarta- og öndunarstoppi. Þegar komið var á þurrt land hófu heilbrigðisstarfsmenn endurlífgunartilraunir, en tókst ekki að endurlífga hana og andlát hennar var staðfest á strandlengjunni.
Neyðarlínunni var gert viðvart rétt fyrir klukkan 9 um morguninn, þegar símtal barst í þar sem tilkynnt var um einstakling í vandræðum í sjónum og voru neyðarteymi send í kjölfarið á staðinn.
Nokkur alvarleg drukknunartilvik hafa verið tilkynnt á Kanarí á þessu ári. Neyðarlínan hefur staðfest dauðsföll sundmanna á ströndum á borð við Playa del Inglés og Maspalomas, á meðan lífverðir og slökkviliðsmenn hafa einnig framkvæmt fjölda björgunaraðgerða á Las Canteras-ströndinni í Las Palmas eftir að fólk lenti í sterkum straumum.


Komment