Karlmaður úr Kópavogi hefur verið dæmdur fyrir brot en málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Hann var ákærður fyrir þjófnað með því að hafa, aðfaranótt laugardagsins 30. mars 2024, brotist inn í bílakjallara í nýbyggingu og stolið þaðan verkfærum að samtals verðmæti 3.019.745 króna. Maður var einnig ákærður fyrir vopnalagbrot en óhætt er að segja að hann hafi átt ansi skrautlegt vopnasafn.
Hann var á endanum dæmdur í 75 daga fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Þá mun Kópavogsbúinn sæta upptöku á ZKM-463 riffli með boltalás, láshúsi og skefti af Harrington-Richardson riffli, framhlaðningi af óþekktri tegund, Stevens-haglabyssu með pumpulás nr. 12, teygjubyssu, gaddakylfu, sverði, sverði með göddum, fjórum axir, tveimur sveðjum, spjóti, tveimur hnífum og útdraganlegri kylfu sem lögregla lagði hald á.

Komment