
Forsetanefndin um kirkjumál í Palestínu fordæmir loftárás Ísraelsmanna á al-Ahli sjúkrahúsið í Gasa.
„Árásin, sem var gerð á pálmasunnudag, einum helgasta degi kristinna manna, er alvarlegt brot á helgi trúarinnar og grundvallarreglum alþjóðlegs mannúðarréttar,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar, sem er tengd Angelísku kirkjunni.
Formaður nefndarinnar, Ramzi Khoury, segir að árásin hafi verið bein móðgun við kristna Palestínumenn sem og kristið samfélag um allan heim.
Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að árásin hafi ekki verið einstakt atvik, heldur hluti af víðtækari og kerfisbundinni stefnu til að leggja niður heilbrigðiskerfi Gasa og aðrar nauðsynlegar borgaralegar þjónustur.
Komment